Þann 7. september sl. sendi Stéttarfélag Vesturlands meðfylgjandi bréf á þrjú ráðuneyti og nokkar stofnanir í samfélaginu. Hvorki hafa borist viðbrögð frá ráðuneytunum eða stofnununum. Því höfum við ákveðið að senda þetta út sem opið bréf til að skapa umhugsun og umræðu í samfélaginu. Ráðuneytin sem fengu bréfið eru: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið. Þær stofnanir í samfélaginu sem fengu afrit af bréfinu eru: Vinnumálastofnun, Rauða krossinn, Flóttamannanefnd, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.
Bréfið er hægt að lesa Hér