Stéttarfélag Vesturlands samþykkir verkfallsboðun!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa eftir samningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands hefur gert fyrir þeirra hönd, hafa nú samþykkt að boða til verkfalla.


Á kjörskrá vegna aðalkjarasamnings voru 205 félagsmenn, 77greiddu atkvæði eða 37,56%, já sögðu 69 eða 89,61%.


Nei sögðu 8 eða 10,39%.


Færri voru á kjörskrá vegna samningsins um störf í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfsemi, eða 146.


Atkvæði greiddu 35 eða 23,97%. Já sögðu 29 eða 82,86%.


Nei sögðu 6 eða 17,14%.


 


Verkfallslotan mun því hefjast á hádegi 30. apríl nk. og standa í 12 tíma þann dag.


 


Næstu lotur verða svo 6. og 7. maí í 48 tíma. Síðan 19. og 20. maí aftur í 48 tíma.


 


Ótímabundið verkfall hefst svo á miðnætti aðfaranótt 26. maí.


Félagið hefur boðað til almenns félagsfundar mánudaginn 27. apríl í Alþýðuhúsinu að Sæunnargötu 2a. Þar mun lögmaður félagsins Bergþóra Ingólfsdóttir fara yfir það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í verkfalli.  Félagsmenn eru hvattir til að mæta og skrá sig til verkfallsvörslu.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei