Sumarbústaðurinn að Hafursá á Héraði er laus frá 3. júlí og næstu fjórar vikur, eða til 31. júlí. Einnig eru tvær vikur lausar í ágúst, frá 14. ágúst til 28. ágúst.
Staðhættir:
Hafursá er gamalt bóndabýli sem stendur við útjaðar gamla skógarins með útsýni inn yfir skóginn, Lagarfljótið og inn til Snæfells. Um svæðið eru margar og skemmtilegar gönguleiðir bæði upp til fjallsins og inn um skóginn. Að Hafursá eru 22 km. frá Egilsstöðum og 5 km. inn að Hallormsstað.
Á Hallormsstað er ýmsa afþreyingu að finna s.s. sundlaug, hestaleigu og hægt er að fara í siglingu á Fljótinu í Atlavík.
Búnaður:
Um er að ræða ný uppgerðan sumarbústað.
Húsið skiptist í tvö svefnherbergi með tveim rúmum og koju í hvoru herbergi, stofa og eldhús er eitt rými. Baðherbergi með sturtu. Dyr eru út á pall á suðurhlið. Bústaðurinn er allur klæddur að innan með lútuðum panel, ljóst parket á stofu, flísar á eldhúskrók, baði og forstofu.
Allur almennur búnaður er í bústaðnum s.s. sjónvarp, eldunarhella, ísskápur og örbylgjuofn.
Borðbúnaður er fyrir 10 manns, gasgrill. Hægt er að fá auka dýnur, leigja rúmfatnað og aðgangur að þvottavél er í íbúðarhúsinu á bænum.