Stéttarfélag Vesturlands boðar til opins fundar trúnaðaráðs og trúnaðarmanna á vinnustöðum mánudaginn 26. febrúar kl. 20 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a-Borgarnesi Fundarefni: 1. Staða kjaramála – uppsögn samninga eða ekki 2. Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs 2018-2020 3. Önnur mál Félagsmönnum er bent á að fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og eru þeir hvattir til að fjölmenna
Skrifstofustarf í Borgarnesi umsóknarfrestur til 28.feb.nk
Skrifstofustarf í Borgarnesi Stéttarfélagi Vesturlands vantar sem fyrst starfsmann á skrifstofu félagsins í Borgarnesi. Helstu verkefni: · Félags-, fjárhags- og viðskiptamannabókhald. · Ýmis konar afgreiðslustörf. · Símsvörun. Æskilegir kostir eru góð almenn undirstöðumenntun, bókhaldskunnátta – helst þekking á DK – hugbúnaði, hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund. Nánari upplýsingar veita formaður félagsins, netfang: signy@stettvest.is …
Akureyri er laus um helgina
Vegna forfalla er íbúðin á Akureyri laus um helgina 23-25 febrúar – er ekki kjörið að skella sér norður í vetrarfríinu?? til að panta er best að fara hér
Ungir leiðtogar – námskeið
Ungir leiðtogar er námskeið sem ætlað er ungu fólki. Markmiðið er að fræða um verkalýðshreyfinguna og efla ungu fólk sem leiðtoga hvort sem er á vinnustaðnum eða á breiðari vettvangi. Námskeiðið er sniðið að ungum félögum í verkalýðshreyfingunni; trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og ungu fólki í trúnaðarráðum. Stjórn ASÍ -UNG Þrátt fyrir að ungt fólk (18-35 ára) sé stór hópur á …
Akureyri um páskana?
Orlofsíbúð Stéttarfélags Vesturlands var að losna um páskana. Nú er bara að grípa tækifærið. Við getum að vísu ekki lofað skíðasnjó, en miðað við daginn í dag ætti hann að verða nægur á Tröllaskaganum.
Nýjar Félagsfréttir eru komnar út!
Nú hefur Félagsfréttum verið dreift um allt félagssvæðið okkar í pósti en einnig er hægt að lesa þær hér. Við vekjum sértaka athygli á breytingum varðandi sumarhúsaúthlutanir en í fyrsta skipti í sumar verða notaðir orlofspunktar við úthlutun og þá verður einnig bara hægt að sækja um rafrænt.
Starfsþróun metin til launa hjá sveitarfélögunum
Við gerð síðustu kjarasamningum við, Samband íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, var samþykkt að veita 2 % persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða skv. grein 10.2.1 sem gildir frá 1. janúar 2018. Skipuð var Starfsþróunarnefnd sem hefur nú birt reglur og lista yfir starfstengd námskeið sem nefndin staðfestir að uppfylli skilyrði um ávinnslu persónuálags. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér af síðu Sambands …
ASÍ- UNG efna til pallborðsumræðu
ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðsins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum. #metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um allan heim. ASÍ-UNG langar að fá ólík sjónarmið að borðinu og bjóða upp á vettvang fyrir spurningar frá gestum úr ýmsum áttum.Í pallborði verða: María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá …
Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað – veist þú hver hann er ???
Á vinnustöðum þar sem starfa 5 eða fleiri starfsemenn eiga þeir rétt á að kjósa sér trúnaðarmann. Séu starfsmenn fleiri en 50 skal kjósa tvo trúnaðarmenn. Kjörtímabilið skal ekki vera lengra en tvö ár. Umboð flestra trúnaðarmanna Stéttarfélags Vesturlands rann út um síðustu áramót og á næstu vikum fer í hönd kosning nýrra trúnaðarmanna eða endurnýjun umboða þeirra gömlu. …