Kæru félagsmenn Við viljum minna á að íbúðir félagsins og sumarhús eru ekki hugsuð fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví eða einangrun. Ef þið hinsvegar lendið í því að veikjast af Covid 19 þegar þið dveljist þar eru þið vinsamlegast beðin um að láta okkur vita eins fljótt og mögulegt er svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi þrif, sótthreinsun …
Hvetjum til rafrænna samskipta –
Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er. Stéttarfélag Vesturlands vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti. Sími félagsins …
Til launagreiðenda á félagssvæði Stéttarfélags Vesturlands
Launagreiðendur athugið Eindagi iðgjalda vegna desember 2021 er 31.janúar 2022 Þeir launagreiðendur sem skulda eldri iðgjöld er hvattir til að gera skil hið fyrsta til að komast hjá kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Stéttarfélag Vesturlands
Launahækkanir um áramótin
Þann 1. janúar nk. taka gildi nýir kauptaxtar á almenna markaðinum, ríkinu og sveitarfélögunum. Almenni markaðurinn – Samtök atvinnulífsins Sveitarfélög Ríkið Stéttarfélag Vesturlands hvetur launafólk til að fylgjast vel með hvort næstu launahækkanir skili sér rétt og örugglega í launaumslagið þegar laun vegna janúar verða greidd. Laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum munu hækka sem hér segir: Starfsfólk á …
Vinningshafi hjá Gallup
Heppinn félagsmaður sem tók þátt í Gallup könnun Stéttarfélags Vesturlands og Verkalýðsfélagsins Hlífar var Ísgeir Aron Hauksson. Hann hlaut kr. 50.000 í vinning og fékk hann greiddan 22.desember. Ísgeir sagði þetta frábærar fréttir. Þess má geta að Ísgeir starfar hjá PJ byggingum á Hvanneyri. Félagið þakkar honum fyrir þátttökuna og vonast til þess að vinningurinn nýtist vel.
Afgreiðslutími milli jóla og nýjars
Kæru félagsmenn Síðasti afgreiðsludagur fyrir áramót úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verður fimmtudaginn 30.desember og því þarf að vera búið að skila gögnum í síðasta lagi 28.desember til að fá afgreitt á þessu ári. Næsta afgreiðsla úr sjúkra og menntasjóðum verður 14.janúar 2022 Skrifstofan verður opin sem hér segir 24.desember lokað 25.desember lokað 26.desember lokað 27.desember lokað 28.- 30.desember opið 8:00-16:00 …
Endurgreiðsluhlutfall styrkja allt að 90% til 1. maí 2022
Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga með lokadagsetningu 31. desember 2021. Stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að halda áfram með allt að 90% endurgreiðsluhlutfall til 1. maí 2022 og verður …
Afgreiðslur úr sjóðum í desember
Styrkir úr Sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands og fræslusjóðum í desember verða greiddir 3. des. 17. des og 30. desember. Umsóknir og gögn þurfa að berast 2 dögum fyrir afgreiðsludag. Umsóknir um styrki sem berast eftir 28. desember verða greiddir út 14. janúar og færast á árið 2022. Við minnum á að margar styrkupphæðir endurnýjast um áramót. Dagpeningar vegna desember verða greiddir …
Lentir þú í úrtaki? Ertu búin(n) að svara?
Við minnum þá félagsmenn sem hafa fengið sendan hlekk á könnun frá Gallup um að svara hið fyrsta. Könnunin sem er unnin í samvinnu Verkalýðsfélagsins Hlífar og Stéttarfélags Vesturlands er um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna. Með þátttöku í könnuninni lenda félagsmenn sjálfkrafa í happdrættispotti. Sumir vinningar skila sér strax, eftir að spurningunum hefur verið svarað, en …