Fræðsludagur félagsliða 22.nóv. nk – dagskrá

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fræðsludagur félagsliða verður haldinn 22. nóvember næstkomandi í Reykjavík. Áhugasamir félagsliðar í Stéttarfélagi Vesturlands eru beðnir að skrá sig hjá félaginu eða Drífu fyrir 15. nóv. nk.    

Akureyri í vetrarfríinu?? íbúðin okkar er laus

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúðin okkar á Akureyri er laus 16-19 nóvember – er ekki einhver sem vill skella sér norður í vetrarfríinu Til að panta er best að fara hingað inn http://orlof.is/stettvest/   

Plastlaus september – plastminni framtíð

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Líkt og við sögum fá á aðalfundi okkar þann 5.október sl. stóð til að gefa fundargestum og öðrum fjölnota burðarpoka til að styðja við minni notkun á plasti. Framleiðsla þeirra tafiðst þó aðeins en núna eru þeir komnir í hús og við bjóðum þeim sem hafa áhuga að kíkja á okkur og næla sér í einn poka og halda áfram …

Launakönnun Gallup og Flóans 2017, fékkst þú bréf?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Launakönnun Gallup 2017 þátttakendur smelli hér til að taka þátt.   Stéttarfélag Vesturlands er þátttakandi í launakönnun Gallup sem  Efling, Hlíf og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur hafa staðið fyrir í fjölmörg ár. Þetta er stutt könnun um kjör, viðhorf og starfsaðstæður félagsmanna.   Við hvetjum eindregið þá félagsmenn sem hafa fengið lykilorð í pósti að taka þátt!!    

Stétt Vest og MB endurnýja samning um forvarnir!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu 2017-2018. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, að hámarki.Stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands vill koma til móts við ungt fólk sem þarf á stuðningi að halda vegna …

Síðsumar í sumarbústöðum getur verið ljúft.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Allir sumarbústaðir félagsins eru lausir frá 18. ágúst. Útleigan hefur verið mikil í sumar en svo er eins og allir ætli að sinna skólastarfi /eða öðrum verkum heimafyrir eftir 18 ágúst. Vikuleiga er til 1. sept. eftir það er hægt að fá helgarleigur.   

Tímamótabreyting í lífeyrissjóðakerfinu 1. júlí 2017

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í janúar 2016. Mestum tíðindum sætir samt að á sama tíma tekur væntanlega gildi breyting sem felur í sér að sjóðfélagar geti valið að setja allt að 3,5% skylduiðgjalds í lífeyrissjóði í séreignarsparnað. Til …