Verkfall er hafið hjá Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú kl. 12 hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, bæði eftir almenna samningnum og eins eftir samningi um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaðir, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Allir félagsmenn sem starfa eftir þessum tveimur samningum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfsmenn sem eru í öðrum stéttarfélögum en starfa innan félagssvæðisins í störfum sem …

Verkfallsverðir óskast!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hverjir fara í verkfall?Það er verkafólkið á almenna markaðnum sem starfar eftir tveimur kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, og Stéttarfélag Vesturlands á aðild að(ekki starfsmenn ríkisins eða sveitarfélaga, ekki verslunar- og skrifstofufólk og ekki iðnaðarmenn).   30. apríl 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis …

Stéttarfélag Vesturlands samþykkir verkfallsboðun!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa eftir samningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands hefur gert fyrir þeirra hönd, hafa nú samþykkt að boða til verkfalla. Á kjörskrá vegna aðalkjarasamnings voru 205 félagsmenn, 77greiddu atkvæði eða 37,56%, já sögðu 69 eða 89,61%. Nei sögðu 8 eða 10,39%. Færri voru á kjörskrá vegna samningsins um störf í veitinga- og gististöðum og …

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hefst á mánudag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ný atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hefst mánudaginn 13. apríl nk. kl. 8:00 og lýkur 20. apríl kl 24:00. Ný kjörgögn hafa verið send þeim félagsmönnum sem vinna skv. viðkomandi kjarasamningum og ættu þau að berast í pósti á mánudag. Hér er hægt að nálgast bæklinginn sem fylgir kjörgögnunum.  

Rangt nafn á orlofshúsi á umsóknareyðublaði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem fyllt hafa út umsóknir um sumarbústaði, eða hyggjast gera það á næstu dögum, eru beðnir að athuga að þau leiðu mistök urðu við uppsetningu orlofsblaðsins að rangt nafn á sumarhúsi slæddist inn á eyðublaðið. Þar sem standa átti „Kiðárskógur 1‟, stendur „Nónhvammur – Grímsnesi“.  Nónhvamminn buðum við upp á í fyrra en ekki núna.Beðist er …

Atkvæðagreiðslu lokið um kjarasamning við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú er atkvæðagreiðslu lokið um nýgerðan kjarasamning við Norðurál og féllu atkvæði þannig:   Já sögðu 311 Nei sögðu 130 Ógild atkvæði 3   Samningurinn telst því samþykktur og tekur gildi afturvirkt frá 1. janúar 2015  

Yfirlýsing frá SGS vegna dóms Félagsdóms

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm Félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða. Í ljósi þess að …

Atkvæðagreiðsla er hafin um verkfallsaðgerðir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hafin er rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félagsmanna Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Starfsgreinasambandi Íslands. Hægt er að finna allar upplýsingar á vef SGS Hverjir greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir SGS félaganna?Stéttarfélag Vesturlands er blandað félag verkafólks, iðnaðarmanna og verslunar – og skrifstofufólks.Það er verkafólkið á almenna markaðnum (ekki starfsmenn ríkis og sveitarfélaga) sem starfar eftir tveimur kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasambands …

Atkvæðagreiðsla er hafin um verkfallsaðgerðir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hafin er rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félagsmanna Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Starfsgreinasambandi Íslands. Hægt er að finna allar upplýsingar á vef SGS Hverjir greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir SGS félaganna?Stéttarfélag Vesturlands er blandað félag verkafólks, iðnaðarmanna og verslunar – og skrifstofufólks.Það er verkafólkið á almenna markaðnum (ekki starfsmenn ríkis og sveitarfélaga) sem starfar eftir tveimur kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasambands …

Starfsgreinasamband Íslands boðar til verkfallsaðgerða

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Boða til verkfalla nema skýrri kröfu um 300 þús. króna lágmarkslaun verði mætt!   Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. …