Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið hófst fyrir viku síðan og stendur til 29.október nk. Atkvæðagreiðslan fer með rafrænum hætti. Allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið eru á kjörskrá. Til að greiða atkvæði er farið inn á síðu Starfsgreinasambandsins www.sgs.is og smellt á „kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þá ætti viðkomandi að geta greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fékk sent i …
Breytingar á opnunartíma í Búðardal í þessari viku
Því miður er ekki hægt að hafa skrifstofuna opna í Búðardal á morgun 15.10 eins og til stóð en mun í staðinn vera opið föstudaginn 16.10.
SGS og Flói semja við ríkið
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%, að lágmarki 15.000 krónur auk …
Opnunartímar í Búðardal í október
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal verður opin fimmtudagana 15/10 og 29/10 nk. frá kl 9:30-12:30
Átt þú rétt á styrk?
Stéttarfélag Vesturlands á aðild að menntasjóðunum Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og geta félagsmenn því átt rétt á menntastyrkjum úr þessum sjóðum eftir þeim reglugerðum sem gilda í hverjum sjóði fyrir sig. www.landsmennt.is www.sveitamennt.is www.rikismennt.is www.starfsmennt.is Um þessar mundir eru að fara af stað allskyns skemmtileg námskeið m.a hjá Símenntunarmiðstöðinni sjá betur: www.simenntun.is auk þess eru margir …
Hvað gerir stéttarfélagið fyrir þig?
Stétt Vest hvetur félagsmenn til að kynna sér málið http://www.asi.is/media/6378/B_klingur_net_-_Kynning___st_ttarf_loegum_(9).pdf
Vetrarleiga hefst 4.september
Stétt Vest vekur athygli félagsmanna á því að vetrarleiga á orlofshúsum hefst 4.september nk. Gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Er ekki tilvalið að skella sér í smá afslöppun í bústað eina helgi í vetur? Mikið laust í Húsafelli, minna húsinu, og í Ölfusborgum.
Stétt Vest vekur athygli á nýjum opnunartíma í Hvalfjarðarsveit.
Nýr opnunartími skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í Hvalfjarðarsveit er eftirfarandi: Alla þriðjudaga milli kl 8:30 og 12:30. Verið velkomin.
Laus íbúð um helgina og bústaðir eftir viku !
Íbúðin á Akureyri er farin 14-16 ágúst. Orlofsíbúðin á Akureyri er laus frá föstudeginum 14. ágúst til föstudagsins 21. ágúst, vegna forfalla. Aftur er svo laust á Akureyri frá 28. ágúst fram til 8. sept. Í Húsafelli eru bæði húsin laus frá 21. ágúst til 4. sept. Stóra húsið er farið að bókast tölvert fram á haustið t.d. eru allar helgar í september bókaðar. …
Samningar samþykktir
Niðurstaða samninga Samiðnar og SA voru samþykktir af félagsmönnum Stétt Vest sem hér segir: Iðnaðardeild Stéttarfélags Vesturlands: Já sögðu: 6 eða 75.00% Nei sögðu : 2 eða 25% Tóku ekki afstöðu: 0 eða 0%Einnig var kjarasamningur Bílgreinasambandsins og Samiðnar samþykktir sem hér segir: Já sögðu: 108 eða 54.55% Nei sögðu : 86 eða 43.43% Tóku ekki afstöðu: 4 eða 2,02% Samningarnir eru því …