Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands auglýsir allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Sjá hér
Breytingar á starfsmenntagjöldum
Stéttarfélag Vesturlands hefur sent út meðfylgjandi bréf til fyrirtækja sem skila af launafólki til félagsins varðandi þær breytingar sem orðið hafa á menntagjöldum á árinu 2014 og 2015. Bréfið er hægt að nálgast hér.
Trúnaðarráð og trúnaðarmenn álykta
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna Stéttarfélags Vesturlands 20.01. 2015 Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirrar stefnu sem kjarasamningar eru nú að taka. Almennt verkafólk var fyrir ári, tilbúið að stíga skref í átt til þess sem tíðkast við kjarasamningagerð á hinum norðurlöndunum. Ríkið og sveitarfélögin sáu ekki ástæðu til að leggja því …
Orlofshúsin mikið laus í janúar
Nú eru orlofshús Stéttarfélags Vesturlands í Húsafelli orðin tvö, bæði eru laus til 23. janúar og Kiðárskógur 10 er laus til 30. janúar. Íbúðin í Furulundi er einnig laus til 16. janúar og frá 18. janúar til 6. febrúar. Húsið í Ölfusborgum er laust frá 11. til 30. janúar. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is til …
Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt
Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. …
Desemberuppbótin 2014
Desemberuppbótin árið 2014 er kr. 73.600,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA og SGS og fjármálaráðherra. Hjá þeim sem starfa skv. kjarasamningi SGS við SNS (samninganefnd sveitarfélaga) er desemberuppbótin 2014 kr. 93.500,- Samkvæmt kjarasamningum við Elkem og Klafa er desemberuppbót þeirra starfsmanna 160.436,- og starfsmenn Norðuráls eiga skv. kjarasamningi að fá kr. 155.822,- …
Orlofshúsið í Húsafelli laust vegna forfalla 21.-23. nóv.
Helgin 21.-23. nóvember í Húsafelli var að losna vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu Stéttarfélagsins í síma 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal
Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við að breyta opnunardegi skrifstofunnar í Búðardal í vikunni, áætlað var að hafa opið fimmtudaginn 6. nóvember en opnuninni verður flýtt til 5. nóvember frá kl. 9:30 – 12:30. Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands
Fundir vegna komandi kjarasamnings við Norðurál!
ATH! Búið er að bæta við fundum!!! Boðað er til funda um kjaramál og kröfugerð í komandi samningi við Norðurál sem er laus um áramótin. Fyrsti fundur verður kl. 10:00 fimmtudaginn 16. október í fundarsalnum Búrfelli. Síðar sama dag verður fundur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 20:15. Þriðji fundurinn verður í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi mánudaginn 20. október kl. 20:15. Sigrún …
Kosning um vaktakerfi ekki á vegum Stéttarfélags Vesturlands
ATH! BREYTTAN FUNDARTÍMA Í BORGARNESI!!! Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa á vöktum í Norðuráli á Grundartanga, hafa fengið bréf frá Verkalýðsfélagi Akraness og formanni þess. Í bréfinu eru m.a. kjörgögn vegna hugmynda formanns félagsins á Akranesi um breytingar á 12 stunda vaktakerfi yfir í 8 tíma kerfi með sama hætti og unnið er eftir í Elkem. Bréfinu fylgja útreikningar á …