Sumarferð Stéttarfélags Vesturlands frestað til 11. júlí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sumarferð Stéttarfélags Vesturlands sem fara átti laugardaginn 27. júníer frestað til 11. júlí.Skoðaðir verða sögustaðir, náttúra og auðlindir í nágrenni höfuðborgarinnar.Farið verður út í Viðey og eyjan skoðuð undir leiðsögn Elísabetar Ólafsdóttur, snædd súpa áður en farið verður í land.Ekið verður að Gljúfrasteini og hús skáldsins skoðað. Áð um miðjan dag við Hafravatn, síðan verður Hellisheiðarvirkjun skoðuð. Farin verður Nesjavallaleið, kvöldverður snæddur …

Formannafundur um stöðugleikasáttmála

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Boðað er til fundar formanna aðildarfélaga ASÍ um stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld um kjaramálin og stöðugleikasáttmála. Fundurinn verður á Grand hótelinu við Sigtún fimmtudaginn 11. júní og hefst kl. 13:00.Mikilvægt er að sem flestir sjái sér fært að mæta.   

Viltu eyða sumarfríinu austur á Héraði í júlí eða ágúst?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sumarbústaðurinn að Hafursá á Héraði er laus frá 3. júlí og næstu fjórar vikur, eða til 31. júlí. Einnig eru tvær vikur lausar í ágúst, frá 14. ágúst til 28. ágúst.   Staðhættir:Hafursá er gamalt bóndabýli  sem stendur við útjaðar gamla skógarins með útsýni inn yfir skóginn,  Lagarfljótið og inn til Snæfells. Um svæðið eru margar og skemmtilegar gönguleiðir bæði upp til fjallsins …

Mikil óvissa um framgang viðræðna ASÍ og SA

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í viðræðum samninganefndar ASÍ við fulltrúa SA í dag var tekist á um tímasetningar launahækkana í gildandi kjarasamningi. SA hafði í síðustu viku lagt til að taxtahækkunum, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí 2009, verði skipt í tvennt þannig að helmingur komi til framkvæmda þá og helmingur þann 1.nóvember 2009 og að ákvæðum svokallaðrar launaþróunartryggingar m.v.3,5% s.l. 12 mánuði …

Gríðarleg aðsókn í sumarhúsin!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Umsóknum í sumarútleigu orlofshúsa og íbúða hjá Stéttarfélagi Vesturlands fjölgaði um 50% milli ára.  Boðnar voru 66 vikur til útleigu í 5 húsum, en umsóknirnar voru 76. Mestur vandinn er þó sá að flestir umsækjendur vilja fá hús, sömu vikurnar í júlí.Síðasti dagur til að borga fyrir þær vikur sem þegar hefur verið úthlutað er föstudagurinn 22. maí. Mánudaginn 25. …

Ályktun ASÍ um greiðsluvanda heimilanna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. Miðstjórnin krefst þess að stjórnvöld tryggi þegar að heimili í vanda geti nýtt sér þau úrræði sem eiga að standa þeim til boða. Til þess að svo verði þarf m.a að: ·  …

Mótmæli á Austurvelli kl. 13:00 í dag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu.  ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. Í tilkynningu frá samtökunum Nýir tímar segir m.a.:  „Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að …

Sterk staða Stéttarfélags Vesturlands þrátt fyrir áföll

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur. Á dagskrá fundarins voru auk venjulegra aðalfundastarfa, breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs og húsnæðismál, bæði er varða skrifstofuna að Sæunnargötu 2a og Orlofssjóðsins. Einnig mætti á fundinn Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Festu, lífeyrissjóð og kynnti málefni sjóðsins. Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur. Á …

Byggjum réttlátt þjóðfélag – yfirskrift 1. maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Yfirskrift alþjóðlegs baráttudags launafólks í ár er Byggjum réttlátt þjóðfélag! Það er mikilvægara nú en nokkru sinni á seinni árum að verkalýðshreyfingin standi vaktina og tryggi að ekki verði vegið að undirstöðum velferðarinnar.  

1. Maí í Borgarnesi og Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1. Maí hátíð verður haldin á Hótel Borgarnesi. Dagskráin hefst kl. 14:00   Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands.2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur.3. Hátíðarræða: Baldur Jónsson ritari Stéttarfélags Vesturlands.4. Tónlistaratriði nemenda Heiðarskóla.5. Nemendur í tónlistarvali úr Grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum flytja nokkur lög 6. Dúettinn Davíð Ólafsson og Stefán H. Stefánsson7. Samkór Mýramanna  8. Internasjónalinn Kynnir verður Signý Jóhannesdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á …