Nýr kjarasamningur!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær og stóratkvæðagreiðsla framundan. Frekari upplýsingar má sjá hér  

ÁTTIN vegvísir að færni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Miðvikudaginn 13.janúar 2016 verður kynningafundur á Landnámssetri um ÁTTINA.   ÁTTIN er vefgátt sem nokkir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um. Hún tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.   Frekari upplýsingar um ÁTTINA má finna hér endilega kynnið ykkur málið.    

KLUKK!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hvað er Klukk? Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS  sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi   Endilega sækið ykkur …

Laust í orlofshúsum um helgina

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarféalg Vesturlands vekur athygli félagsmanna á því að laust er í báðum húsum í Húsafelli og í Ölfusborgum um helgina.   Er ekki notalegt að skellta sér í bústað og slaka á eftir jólin 🙂    

Breytt þjónusta í Búðardal og Hvalfjarðarsveit

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands hefur haft opnar skrifstofur á öllu félagssvæðinu. Skrifstofan í Búðardal er að Miðbraut 11, hún hefur verið opin því sem næst  hálfsmánaðarlega frá 9:30 til 12:30. Mjög fátítt er að nokkur maður sæki þjónustu á þessum tímum. Skrifstofan að Innrimel í Hvalfjarðarsveit hefur verið opin hálfan til einn dag í viku. Heimsóknir á þá skrifstofu eru jafn fátíðar …

Laust í orlofshúsum um jól og áramót

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands vekur athygli félagsmanna á eftirfarandi: Kiðárskógur 1 í Húsafelli er laus 18.-20. desember, jól og áramót laus einnig. Kiðárskógur 10 í Húsafelli er laus 18.-20. desember og um áramót. Ölfusborgir eru lausar 18.-20. desemer. Íbúðin í Reykjavík er þétt setin fram á næsta ár.   Til að bóka endilega hafið sambandi í síma 4300430 eða á stettvest@stettvest.is  

Styrkir í desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Styrkir úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verða greiddir út fyrir jól því þarf að vera búið að sækja um þá fyrir 18.desember.