Nú er formlegri úthlutun sumarhúsa lokið. Hér eftir gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftirtaldar vikur eru nú lausar til útleigu: Furulundur Akureyri: 7. – 14. Júní, 21.-28. júní og síðan 16. – 23. og 23.-30. ágúst. Ölfusborgir: 16.- 23. og 23.-30. ágúst Nónhvammur í Grímsnesi : 7. júní-14. júní og 16.-23. ágúst. Þetta er staðan um hádegi 10. júní. Við …
Spurningakönnun vegna komandi kjarasamninga
Stéttarfélag Vesturlands sendi í síðustu viku spurningakönnun á 130 manna slembiúrtak úr félagatali sínu, þar sem félagsmennirnir eru spurðir hvað þeim þyki mikilvægast að verði í kröfugerð félagsins við næstu kjarasamningagerð. Spurningakönnunina er hægt að gera rafrænt með því að smella hér og vista word skjalið inn á harða diskinn, fylla hana svo út og senda á stettvest@stettvest.is
Ölfusborgir lausar um helgina v. forfalla
Orlofshús Stéttarfélagsins í Ölfusborgum er laust um helgina vegna forfalla. Til að bóka þarf að hafa samband við skrifstofu Stéttvest í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Dagskrár 1. maí hátíðahalda Stéttarfélags Vesturlands
Stéttarfélag Vesturlands stendur að venju að hátíðahöldum á 1. maí í Borgarnesi ásamt Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Hátíðin í ár verður haldin í Hjálmakletti og hefst hún kl. 14:00. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Stéttarfélag Vesturlands stendur einnig fyrir hátíðahöldum í Búðardal ásamt SDS – Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu. Hátíðin í Dölum verður í Leifsbúð og hefst kl. 15:00. …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlandsverða haldnir þriðjudaginn 9. april kl. 20.00í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna2. Guðni Gunnarsson formaður ASÍ –UNG ræðir um störf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni3. Nýjar leiðirí húsnæðismálum, Henný Hinz hagfræðingur kynnir danska húsnæðiskerfið4. …
Allt að 35% verðmunur á páskaeggjum
Algengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Samkaup-Úrval og Iceland voru oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg …
Orlofsblað Stéttarfélags Vesturlands 2013 komið út!
Nú ætti orlofsblað Stéttarfélagsins að vera að detta inn um bréfalúgur félagsmanna. Kennir þar ýmissa grasa og eitthvað er um nýjungar í framboði orlofskosta. Hægt er að lesa blaðið hér, og umsóknar-eyðublað er hægt að nálgast hér.
Íbúðin í Ásholti Rvk laus 12.-14. apríl v. forfalla
LEIGÐ! Íbúðin í Reykjavík er laus helgina 12.-14. apríl vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Fundur ASÍ og Stéttarfélaga á Vesturlandi – 20. mars!
Kaupmáttur – atvinna – velferð! Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 20. mars kl. 19:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana. Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á …
Furulundur Akureyri laus um páskana v. forfalla
Íbúð Stéttarfélags Vesturlands í Furulundi var að losna um páskana vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu Stéttvest í s: 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær að fara á skíði um páskana!