KVENNAVERKFALL – SKRÁNING Í RÚTU

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur ætla að taka höndum saman 24.október nk. og bjóða upp á sætaferðir til Reykjavíkur til að geta tekið þátt í baráttufundi á Arnarhóli kl 14:00 Brottför er kl 12:00 heimferð er kl 16:00 – Allar konur velkomnar í rútu en takmörkuð sæti eru í boði. Rútan fer frá Menntaskóla Borgarfjarðar Skráning fer fram með að senda …

Félagsmálaskóli Alþýðu- námskeið framundan

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Hér eru oft mjög áhugaverð námskeið í boði https://felagsmalaskoli.is/namskeid-framundan/ endilega kynnið ykkur hvað er á dagskrá Við minnum á styrki frá menntasjóðum félagsins sem er hægt að nota 🙂

Auglýst eftir fulltrúum á fulltrúaráðsfund Festu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fulltrúarráðfsundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 23.október nk. kl 17:00 á Teams Félagið á rétt á að senda 4 atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti og 4 til vara.  Framboðum þarf að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a eða …

Samningur Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 64% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 65 manns og var kjörsókn 33,85 %. Já sögðu 14 eða 64%. Nei sögðu 3 eða 13 %. 22% tóku ekki …

Samningur SGS og sveitarfélaganna samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og sameiginleg hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu …

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning milli SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 20.september kl 17:00  býður Stéttarfélag Vesturlands upp á  kynningarfund um nýjan kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir 12. september sl. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu og er möguleiki á að fá að vera í streymi. Þeir sem vilja fá að vera í streymi eru beðnir að senda tölvupóst á stettvest@stettvest.is Við hvetjum alla …

Kjarasamningur við sveitarfélögin 2023-2024 Kosning er hafin

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 12. september. Samningurinn gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024. Atkvæðagreiðsla hefst kl 12:00 þann 14.september – allar upplýsingar um samninginn má sjá hér Starfsfólk sveitarfélaganna kjósa hér  Starfsfólk Brákarhlíðar kjósa hér 

Breyttur opnunartími frá 1.september

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Frá og með 1.september breytist opnunartími á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands og verður sem hér segir: mánudaga – fimmtudaga frá kl 8:00-16:00 föstudaga frá kl 8:00- 14:00