Það var ánægjulegt hversu margir komu með okkur í kröfugöngu 1.maí sl. en í ár voru 50 ár síðan fyrst var gengin kröfuganga í Borgarnesi.
Einnig komu margir á baráttufundinn okkar sem haldinn var í Hjálmakletti sem var virkilega gaman.
Fram komu krakkar á unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi sem sungu fyrir okkur lög úr Mamma Mía og Sigga Beinteins söng nokkur lög við mikla gleði viðstaddra. Að lokum sungu dömurnar í Freyjukórnum fyrir okkur nokkur lög. 9.bekkur Grunnskólans í Borgarnesi sáu svo um Kaffiveitingar.
Hér má lesa sem Signý flutti í tilefni dagsins og hér má lesa ræðu formanns.
Í Búðardal var einnig vel mætt. Selma Björns kom og söng sig inn í hjörtu viðstaddra og Þórunn Sveinbjörnsdóttir hélt ræðu dagsins og hana má sjá hér.