Sameiginlegur fundur með félagsmönnum þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að kjarasamningnum við Norðurál, verður haldinn
mánudaginn 29. mars kl. 20:30 í
Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi.
Fundarefni: Staðan í kjaraviðræðunum.
Stéttarfélag Vesturlands skorar á félagsmenn sína að mæta á fundinn.
Miðvikudaginn 31. mars, kl. 14:00 verður haldinn fundur í Borgarnesi, Sæunnargötu 2a, um sama málefni fyrir þá sem ekki geta mætt á mánudagskvöldið.