Vegna yfirvofandi verkfalls Félags Leikskólakennara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum hefur Félag Leikskólakennara boðað verkfall frá og með 22. ágúst nk. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.


Þar sem nokkrir félagsmenn í opinberu deild Stéttarfélags Vesturlands starfa við hliðina á leikskólakennurum, sem hugsanlega fara í verkfall, er nauðsynlegt að hafa í huga hvað gæti talist verkfallsbrot, þ.e.a.s. verði túlkað þannig að okkar fólk sé að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Hér er hægt að nálgast viðmiðunarreglur Félags Leikskólakennara, sem félagið leggur til grundvallar á verkfallsvörslu sinni sem framkvæmd verður af Félagi Leikskólakennara og á ábyrgð þess. Félagar Stéttarfélags Vesturlands sem starfa á leikskólum eru beðnir að kynna sér þessar viðmiðunarreglur og eru eindregið hvattir til að virða þær.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei