Stéttarfélag Vesturlands boðar til fundar um lífeyrismál fimmtudaginn 23. feb. kl. 20:30
í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, Borgarnesi.
Mikil umræða hefur orðið um stöðu og starfsemi lífeyrissjóða eftir að skýrsla um starfsemi þeirra kom út. Eins og oft vill verða í umræðum manna á meðal sýnist þar sitt hverjum og oft eru uppi fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar og stundum er málflutningurinn verulega villandi. Flestir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands greiða til lífeyrissjóðsins Festa, en félagsmenn eru einnig sjóðfélagar í Stöfum og Sameinaða lífeyrissjóðnum. Eitthvað er um greiðendur í Lífeyrissjóð verslunarmanna og síðan einstaka í öðrum sjóðum. Stafir og Sameinaði hafa haldið sjóðfélagafundi í Reykjavík, en í samráði við framkvæmdastjóra Festa er boðað til félagsfundar hjá Stétt Vest um þessi mál.
Dagskrá:
1. Skýrsla um stöðu lífeyrissjóða
Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Festa mætir á fundinn ásamt stjórnarmönnum sjóðsins af Vesturlandi
2. Önnur mál