Hvaða samningar gilda í ferðaþjónustunni?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 
Að gefnu tilefni vill félagið benda félagsmönnum sem vinna á gististöðum og veitingahúsum á nokkur atriði:



• Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta, en hjá 18 ára er miðað við afmælisdaginn.
• 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár.
•Vaktir skulu skipulagðar og kynntar með viku fyrirvara, meginreglan er að þær gildi fyrir 4 vikur í senn.
• Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki kemur fram á vaktaplani hvenær vakt á að byrja og enda.


• Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnuviku sem fellur utan dagvinnutímabils:
o 33% álag á tímabilinu kl. 17:00 – 00:00 mánudag til föstudaga
o 45% álag á tímabilinu kl. 00:00 – 08:00 alla daga svo og laugardaga og sunnudaga.


• Þegar skipulögð vakt, lengist vegna ófyrirséðra atvika, skal greiða það sem er umfram skráða vakt, með dagvinnu- eða yfirvinnutaxta eftir því sem við á.


• Starfsmaður skal fá greitt fyrir skipulagða vakt til enda, þó honum sé boðið að fara heim vegna verkefnaskorts.


• Ef ekki er unnið á skipulögðum vöktum, skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.
• Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda.
• Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta.
• Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
• Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli.
• Skoðaðu vel og geymdu alla þína launaseðla.


• Skrifaðu niður vinnutíma þinn ef þú hefur ekki aðgang að vaktatöflu, eða þú telur að tímaskrift sé röng.


 


Nánari upplýsingar fást á skrifstofum félagsins, í síma 430 0430  . Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á stettvest@stettvest.is.
ATHUGIÐ! Öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál.


Innheimtumál  verða þó alltaf að vera í nafni starfsmanns. 


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei