Stéttarfélag Vesturlands boðar til kjaramálaráðstefnu þann 7. september nk. að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og stendur hún frá kl. 10:00 til 17:00. Ráðstefnan er liður í undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga. Við viljum hvetja fólk til að fjölmenna og taka virkan þátt í umræðum, þannig að samningafólk okkar hafi gott veganesti í komandi kjaraviðræðum.
Að ráðstefnu lokinni býður Stéttarfélagið þátttakendum upp á kvöldverð. Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku í síðasta lagi 2. september í s: 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Dagskrá:
10: 00 – 10:05 Setning: Signý Jóhannesdóttir
10:05 – 10:30 Kraftlausar krónur – Ólafur Darri Andrason
10:30 – 11:00 Vottað launamisrétti – Maríanna Traustadóttir
11:00 – 11:30 Húsnæðishokur – Ólafur Darri Andrason
11:30 – 12:00 Menntun í NV kjördæmi – Geirlaug Jóhannsdóttir
12:00 – 13:00 Hádegismatur
13:00 – 15:00 Hópavinna – 2 umferðir – Leiðir til úrbóta
Kjaramál (hópstjóri Ólafur Darri Andrason)
Húsnæðismál (hópstjóri Maríanna Traustadóttir)
Starfsmenntamál (hópstjóri Eyrún Valsdóttir)
15:00 – 15:30 Kaffi
15:30 – 16:30 Hópavinna – 1 umferð – Leiðir til úrbóta
Kjaramál (hópstjóri Ólafur Darri Andrason)
Húsnæðismál (hópstjóri Maríanna Traustadóttir)
Starfsmenntamál (hópstjóri Eyrún Valsdóttir)
16:30 – 17:00 Niðurstöður hópavinnu og atkvæðagreiðsla
18:00 => Kvöldmatur