Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa eftir samningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands hefur gert fyrir þeirra hönd, hafa nú samþykkt að boða til verkfalla.
Á kjörskrá vegna aðalkjarasamnings voru 205 félagsmenn, 77greiddu atkvæði eða 37,56%, já sögðu 69 eða 89,61%.
Nei sögðu 8 eða 10,39%.
Færri voru á kjörskrá vegna samningsins um störf í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfsemi, eða 146.
Atkvæði greiddu 35 eða 23,97%. Já sögðu 29 eða 82,86%.
Nei sögðu 6 eða 17,14%.
Verkfallslotan mun því hefjast á hádegi 30. apríl nk. og standa í 12 tíma þann dag.
Næstu lotur verða svo 6. og 7. maí í 48 tíma. Síðan 19. og 20. maí aftur í 48 tíma.
Ótímabundið verkfall hefst svo á miðnætti aðfaranótt 26. maí.
Félagið hefur boðað til almenns félagsfundar mánudaginn 27. apríl í Alþýðuhúsinu að Sæunnargötu 2a. Þar mun lögmaður félagsins Bergþóra Ingólfsdóttir fara yfir það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í verkfalli. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og skrá sig til verkfallsvörslu.