Styðjum aðgerðir Hlífar!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Trúnaðarráð Stéttarfélags Vestulands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, sem beinast að útskipun á áli frá Rio Tinto Alcan á Íslandi.


Framkoma forsvarsmanna fyrirtækisins sem ganga í störf hafnarverkamanna, er fyrirtækinu til háðungar. Stéttarfélag Vesturlands skorar á Samtök atvinnulífsins að knýja  þetta aðildarfélag sitt til  að ganga til samninga við verkalýðsfélögin sem samið hafa við fyrirtækið og forvera þess, um áratugaskeið.


Íslenskt verkafólk mun ekki sætta sig við að alþjóðlegur auðhringur á borð við Rio Tinto Alcan kollvarpi skipulagi á vinnumarkaðnum og það ættu Samtök Atvinnulífsins ekki heldur að gera.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei