Atvinnulausir félagsmenn Stéttarfélagsins í heilsurækt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Borgarbyggð hafa gert með sér samkomulag um að atvinnulausir félagsmenn í Stéttarfélaginu fái aðgang að Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi gegn mjög vægu gjaldi.
Samkomulag þetta byggir á samkomulagi ASÍ og líkamsræktarstöðva um afslátt á mánaðarkortum til atvinnulausra félagsmanna stéttarfélaga. Félagsmaður í Stéttarfélagi  Vesturlands sem lætur draga félagsgjöld af atvinnuleysisbótum, greiðir kr. 500 fyrir mánaðarkortið og félagið  leggur kr. 2.500 á móti, afsláttur Borgarbyggðar er kr. 2.700 af kortinu.  Stéttarfélagið greiðir þó aldrei meira niður en krónur 25.000 á hverjum tólf mánuðum.
Atvinnulausir félagsmenn sem vilja nýta sér þetta,  geta komið á skrifstofu Stéttarfélagsins og fengið staðfestingu á því að félagið niðurgreiði mánaðarkortið og mæta síðan í Íþróttahúsið með pappírinn og greiða sínar 500 krónur, eiga þá að fá fullan aðgang að heilsuræktaraðstöðunni  í Íþróttamiðstöðinni.
Allir atvinnulausir, hvar í félagi sem þeir standa,  geta eftir sem áður fengið frítt í sund með því að koma og fá sundkortin á skrifstofu Stéttarfélagsins. Sveitarfélagið býður atvinnulausum þannig frían aðgang bæði að sundlauginni í Borgarnesi og að Kleppjárnsreykjum
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei