Breytingar á greiðslum úr Sjúkrasjóði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á fundi Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands þann 14. desember sl. var samþykkt að hækka og breyta nokkrum styrkjum sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins.
Þetta var gert í samræmi við tillögu frá stjórn Sjúkrasjóðsins.

Styrkir sem breytast eru vegna gleraugnakaupa, heyrnartækja, augnaðgerða, líkamsræktar og vegna dvalar á heilsuhæli eða í endurhæfingu.

Jafnframt var skerpt á nokkrum ákvæðum varðandi ávinnslu og geymslu réttinda.

Upphæðir hámarks dagpeninga og dánarbóta voru uppfærðar í samræmi við fyrirmyndarreglugerð ASÍ, sem kveðjur á um tengingu við vísitölur.

Hér má sjá alla bótaflokka sjúkrasjóðs 

Breytingar sem voru samþykktar gilda frá og með 1. janúar 2023

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei