Félagsmannasjóður – útgreiðsla í dag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í dag 1.febrúar var í fyrsta sinn greitt úr félagsmannasjóði af Stéttarfélagi Vesturlands. Þar fengu 112 félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi sveitarfélaga greitt út vegna ársins 2022 og liðinna ára ef um það var að ræða. Heildarupphæð nam tæpum 10.milljónum króna.

Ef þú varst að vinna hjá Brákarhlíð, Borgarbyggð, Eyja og Miklaholtshreppi, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð eða Silfurtúni á árunum 2020, 2021 eða 2022 og hefur ekki sótt um greiðslu úr sjóðnum þá er enþá hægt að senda á stettvest@stettvest.is upplýsingar um kennitölu og bankanúmer og óska eftir afgreiðslu.

Næsta afgreiðsla verður 10.febrúar nk. og síðan á 2 vikna fresti út mars.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei