Stjórn Stéttarfélags Vesturlands samþykkti á stjórnarfundi í gær að senda eftirfarandi áskorun til Borgarbyggðar:
,,Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar hér með á Sveitarstjórn Borgarbyggðar að kanna möguleika á því að hefja samstarf við Bjarg íbúðafélag vegna byggingar á leiguíbúðum á viðráðanlegu verði fyrir verkafólk. Bjarg hefur þegar samið við a.m.k. sjö sveitarfélög um byggingu leiguíbúða. Stéttarfélag Vesturlands telur fulla þörf á því að fjölga leiguíbúðum á svæðinu og telur að hugmyndafræði Bjargs sé besti kosturinn fyrir félagsmenn þess.“
Allar upplýsingar um Bjarg íbúðafélag má finna hér