Opnunartími yfir jól og áramót og afgreiðsla styrkja

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður opin milli jóla og nýárs en lokað verður 2. janúar, óbreyttur opnunartími er á þorláksmessu 09:00-15:00 Opnum aftur hress og kát þann 5. janúar á hefðbundnum tíma klukkan 09:00. Vakin er athygli á að síðasti dagur afgreiðslu úr sjúkrasjóði bæði styrkir og sjúkradagpeningar  á árinu 2025 er 30. desember. Allar umsóknir í sjúkrasjóð þurfa að berast …

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir félagsmönnum í trúnaðarstöður. Stéttarfélag Vesturlands auglýsir hér með eftir áhugasömum félagsmönnum til að gegna hinum ýmsu trúnaðarstöðum fyrir félagið. Félaginu er skipt í fimm deildir og hver þeirra hefur sérstaka stjórn. Iðnsveinadeildin hefur þriggja manna stjórn og tvo til vara. Deildir verslunar- og skrifstofufólks, Matvæla, flutninga- og þjónustu, Iðnaðar, mannvirkja- og stóriðju og Deild starfsfólks hjá ríki …

Framhaldsaðalfundur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Framhaldsaðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, þriðjudaginn 16. desember nk. klukkan 19:00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Ársreikningur félagsins lagður fram til samþykktar Önnur mál Ársreikningur liggur frammi á skrifstofu félagsins og hægt að skoða hann þar. Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning. Félagar, sýnum samstöðu og fjölmennum á aðalfund.

Desemberuppbót 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunnar uppbætur skal gera upp …

Takk fyrir þátttökuna!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við viljum þakka ykkur, félagsfólk StéttVest, fyrir frábæra þátttöku í Gallup könnun okkar. Svör ykkar gera okkur kleift að skilja betur hver raunstaðan er hjá okkar félagsfólki, sem skiptir gríðarlegu máli. Þau ykkar sem ekki hafa svarað, könnunin verður opin fram á sunnudag svo þið hafið enn tækifæri að koma ykkar svörum á framfæri. Kærar þakkir, þið eruð einfaldlega best!

Vel heppnað þing ASÍ-UNG

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október sl. í Reykjavík og var yfirskriftin að þessu sinni „Raddir ungs fólks til áhrifa – Kraftur tiil breytinga.“ Á þinginu var unnið öflugt málefnastarf þar sem málefni voru valin út frá stefnumótunarstarfi stjórnar. Til umræðu voru málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega; málefni fjölskyldufólks, húsnæðismál, brotastarfsemi og samgöngumál. Niðurstaða þingsins voru fjórar ályktanir, sem marka stefnu nýrrar stjórnar. Þær má lesa hér. Ný …

Engin rúta!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ekki náðist skráning í rútu til Reykjavíkur í dag á kvennaverkfall. Því fer engin rúta en við vonum samt að konur og kvár sýni samstöðu og mæti á samstöðufund á Arnarhól. Jafnfrétti er ekki náð og næst ekki án okkar!

Lokað vegna kvennaverkfalls

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð á föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls. Mínar síður eru alltaf opnar.

Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á föstudaginn næsta 24. október eru liðin 50 ár frá því að 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf og gengu fylgtu liði niður á Lækjartorg og mótmæltu kynjamisréttinu sem þær bjuggu við. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda sýndu konur fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið sem lamaðist þennan dag. Nú 50 árum síðar er baráttunni ekki lokið. …

Nútíma kvennabarátta – ráðstefna í Hörpu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni kvennaárs í Hörpu næst komandi föstudag. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu.  Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og …