Á fundi Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands þann 14. desember sl. var samþykkt að hækka og breyta nokkrum styrkjum sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. Þetta var gert í samræmi við tillögu frá stjórn Sjúkrasjóðsins. Styrkir sem breytast eru vegna gleraugnakaupa, heyrnartækja, augnaðgerða, líkamsræktar og vegna dvalar á heilsuhæli eða í endurhæfingu. Jafnframt var skerpt á nokkrum ákvæðum varðandi ávinnslu og geymslu …
Opnunartími um jól og áramót og afgreiðsla styrkja
Kæru félagsmenn Skrifstofa félagsins verður opin sem hér segir milli jóla og nýjárs 27.desember milli 10 og 16 28.desember milli 8 og 16 29.desember milli 8 og 16 30.desember milli 8 og 15 2.janúar 2023 milli 10 og 16 Sjúkradagpeningar vegna desember verða afgreiddir 23.desember Styrkir úr sjúkrasjóði, menntasjóði og orlofssjóði verða afgreiddir næst 30.desember og er það síðasta afgreiðsla …
Kjarasamningar Samiðnar og LÍV samþykktir
Kæru félagar Í hádeginu lauk kosningu um nýja kjarasamninga Samiðnar og SA annarsvegar og LÍV (Landsambands íslenskra verslunarmanna) og SA hinsvegar og voru báðir samningar samþykktir. Stéttarfélag Vesturlands er aðili að báðum þessum landssamböndum. Niðurstöður voru eftirfarandi: Kjarasamningur Samiðnar og SA: Á kjörskrá voru 24. 7 tóku þátt eða 29,17%, 6 sögðu já eða 85,71% og 1 sagði nei eða …
Kjarasamningur SGS samþykktur
Kjarasamningur SA og Starfsgreinasambandsins sem Stéttarfélag Vesturlands á aðild að var samþykkur með 94,34% atkvæða þeirra sem þátt tóku. Launahækkanir samkvæmt samningnum taka gildi frá og með 1.nóvember og laun samkvæmt þeim ættu að vera greidd með desemberlaunum. Lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni eða 6,5%. 50 sögðu já, 2 sögðu nei og einn seðill var auður.
Kæru félagsmenn nýtið kosningaréttinn
Nú hafa verið undirritaðir samningar fyrir SGS, LÍV og Samiðn og er kosning í fullum gangi á heimasíðu félagsins Við hvetjum alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningum til að nýta kosningaréttinn Kynningar á nýgerðum samningum má sjá hér: Glærukynningu má sjá hér fyrir SGS samninginn Glærukynningu má sjá hér fyrir Samiðn Glærukynningu má sjá hér fyir LÍV samninginn Kynningafundir …
Kjarasamningur undirritaður fyrir verslunarmenn og iðnaðarmenn
Kjarasamningur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), sem Stéttarfélag Vesturlands er aðili að, við Samtök atvinnulífsins (SA) var undirritaður í gær 12. desember 2022. Samningurinn er gerður í samfloti við tækni- og iðnaðarmenn og nær til tæplega 60.000 manns á vinnumarkaði. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Markmið samningsins er í megindráttum að styðja strax við kaupmátt launa, veita heimilum og …
Kynningar á samningum – SGS, LÍV og Samiðn
Kæru félagsmenn Hér má sjá kynningar á samningunum sem verið er að kjósa um. Þeir sem starfa eftir SGS samningnum eru almennir verkamenn, starfsmenn í verksmiðjuframleiðslu (þó ekki stóriðju) starfsfólk veitingahúsa, gistihúsa og hótela, þjónustu og greiðasölustaða, starfsfólk í afþreyingu og slíkri starfsemi og fleira Þeir sem starfa eftir LÍV samningnum eru starfsmenn í verslunum og á skrifstofum Þeir sem …
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við SA hefst kl. 12 – Tökum þátt! (english below)
Félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum athugið. Kl. 12:00 í dag hefst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan er einungis rafræn og er hægt að kjósa með að ýta hér, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig þar inn. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember nk. Ef þú starfar á almenna markaðinum …
Stéttarfélag Vesturlands samdi við SA
Laugardaginn 3. desember var í húsakynnum ríkissáttasemjara undirritaður kjarasamningur fyrir almennt verkafólk og starfsfólk í veitinga og gistihúsum. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fór ekki með umboð fyrir Stétt Vest, en þegar kom að því að SGS hafði náð ásættanlegum samningi fyrir 17 aðildarfélög sín, þá var það mat formanns Stétt Vest að það eina skynsamlega í stöðunni væri að vera þátttakandi …