Stéttarfélag Vesturlands auglýsir hér með eftir áhugasömum félagsmönnum til að gegna hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir félagið. Félaginu er skipt í fimm deildir og hver þeirra hefur sérstaka stjórn. Iðnsveinadeildin hefur þriggja manna stjórn og tvo til vara. Deildir verslunar- og skrifstofufólks, Matvæla, flutninga- og þjónustu, Iðnaðar, mannvirkja- og stóriðju og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögunum hafa fimm manna stjórnir …
Kjarakönnun 2019 – tökum þátt
Tökum vel á móti Gallup Stéttarfélag Vesturlands leitar til félagsmanna sinna og biður þá um að svara könnun um kjör sín, viðhorf og starfsaðstæður. Félagið nýtir könnunina til móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Gallup sér um að senda spurningar til um 900 félagsmanna sem eru í úrtaki fyrir könnunina. Farið verður með öll …
Afgreiðslutími milli jóla og nýjars og afgreiðslur úr sjóðum
Kæru félagsmenn Síðasti afgreiðsludagur fyrir jól úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verður föstudaginn 20.desember og því þarf að vera búið að skila gögnum í síðasta lagi 18.desember til að fá afgreitt á þessu ári. Næsta afgreiðsla úr sjúkra og menntasjóðum verður 3.janúar 2020 Sjúkradagpeningar verða eins og alltaf afgreiddir 23.desember fyrir desember og þurfa gögn að berast fyrir 18.desember Opnunartími um …
Félagsfundur Stéttarfélags Vesturlands
Félagsfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi miðvikudaginn 11.des kl 19:00 Dagskrá Breytingar á 20.gr laga félagsins önnur mál Fundinum lýkur með borðhaldi Opinn fundur trúnaðarráðs hefst kl 20:00 Dagskrá: Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar Bótareglur sjúkrasjóðs – breyttar fjárhæðir Húsnæði félagsins, tillaga að breytingum Staðan í þeim kjaraviðræðum sem ólokið er Önnur mál Félagar sýnum samstöðu og tökum …
Ný verðkönnun frá verðlagseftirliti ASÍ
Mikill munur var á hæsta og lægsta verði í könnuninni en í 42 tilvikum af 102 var 20-40% verðmunur en í 42 tilvikum var verðmunurinn yfir 40%. Sem dæmi má taka 57% verðmun á hangikjötssalati frá Sóma sem var dýrast í Iceland á 559 kr. en ódýrast í Bónus, 357 kr. Þá var 54% munur á lægsta og hæsta kílóverði …
Kósý í sumarbústað á aðventunni?
Við vekjum athygli á lausum helgum í orlofshúsum okkar á aðventunni svo sem: Ásholt Reykjavík – 22.-25. nóvember Ásholt Reykjavík, Ásatún Akureyri, Kiðárskógur 1 og Ölfusborgir – 29.nóv-1.des Ásatún Akureyri og Kiðárskógur 1 – 6.-8. desember Kiðárskógur 1 og 10 – 13.-15.desember Öll hús nema Ásholt Reykjavík og Kiðárskógur 10 vikuna 20.-27.desember Öll hús nema Ásatún Akureyri og Ölfusborgir vikuna …
Kjarasamningur LÍV og SA 2019-2022
Nýr kjarasamningur LÍV og SA má nálgast hér Þá minnum við einnig á vinnutímastyttinguna – er þinn vinnustaður búinn að gera samkomulag – nýtt samkomulag á að vera klárt 1.des 2019 Landssamband íslenskra verslunarmanna sem Stéttarfélag Vesturlands á aðild að, gerði kjarasamning við SA þann 15. apríl 2019. Í þeim samningi var samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir …
Desemberuppbót 2019
Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum. Desemberuppbótin árið 2019 er kr. 92.000,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA Hjá þeim …
Vegna nýrra kjarasamninga
Kæru félagsmenn Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á útgáfu nýrra kjarasamninga með innfelldum breytingum. Þessa töf má rekja til þess að landssamböndin sem við erum aðilar að hafa ekki gefið út nýjustu samningana og því erum við í sömu stöðu og þið – að bíða. Um leið og nýjir samningar koma á netið munu þeir vera …
Stytting á vinnutíma verslunar- og skrifstofufólks í Stéttarfélagi Vesturlands
Landssamband íslenskra verslunarmanna sem Stéttarfélag Vesturlands á aðild að, gerði kjarasamning við SA þann 15. apríl 2019. Í þeim samningi var samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir verslunar- og skrifstofufólk. Þeir félagsmenn Stétt Vest sem vinna eftir þessum kjarasamningi þurfa að semja við atvinnurekendur um útfærslu sem hentar hverjum vinnustað fyrir 1.desember 2019. Samið var um 9 mínútna vinnutímastyttingu á dag …