Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning félagsmanna StéttVest, FIT, VLFA,VR og RSÍ við Noðurál liggja nú fyrir og var samningurinn samþykkur með miklum meirihluta. Kosningaþátttaka var mjög góð eða 88,9% Niðurstöður voru: Já 356 eða 89,22% Nei 32 eða 8,02% Tek ekki afstöðu 11 eða 2,76% niðurstöður kosningar PDF
Stéttarfélag Vesturlands ásamt FIT, VR, RSÍ og VFLA semja við Norðurál
Ágætu félagar Í gær þann 13.október 2020 var skrifað undir kjarasamning 5 stéttarfélaga við Norðurál á Grundartanga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31.12. 2024. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru blanda af launahækkunum samkvæmt Lífskjarasamningnum og samkvæmt launavísitölu. Farið verður í rafræna atkvæðagreiðslu um samninginn – kynningarefni verður sameiginlegt og birt með rafrænum hætti.
Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs vegna leigu á orlofshúsum
Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að á meðan ástandið er eins ótryggt og nú er vegna Covid 19 þá geti þeir sem vilja hætta við leigu vegna breyttra forsendna fengið inneign í kerfinu okkar. Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að a.m.k. þrjár nætur séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í …
Tryggjum öryggi okkar allra – Be safe
Ágætu félagsmenn Eins og ástandið er í samfélaginu teljum við ábyrgt að benda félagsmönnum okkar á að nýta frekar rafræn samskipti og síma þar sem því er við komið. Hægt er að sækja um styrki í sjúkrasjóð og sjúkradagpeninga hér og í menntasjóði er hægt að prenta út umsóknir hér: Verslunar og skrifstofufólk, Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt. Netfangið okkar er stettvest@stettvest.is og …
Þing Alþýðusambands Íslands 2020
Fulltrúakjör Samkv. lögum Stéttarfélags Vesturlands skal viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við val fulltrúa á þing ASÍ. Félagið á rétt til að senda 3 fulltrúa á þingið, sem verður rafrænt 21.október 2020. Síðan er stefnt að því að halda framhaldsþing í maí 2021. Framboðslistum, þar sem tilgreindir eru 2 aðalfulltrúar frá SGS-deildunum og 1 frá LÍV-deild og jafnmargir varafulltrúar, ásamt tilskyldum fjölda meðmæla …
Fundarboð trúnaðarráð/samninganefnd Stétt Vest ath breyttur fundarstaður
ATH. Flytjum fundinn í Hjálmaklett – Menntaskóla Borgarfjarðar Boðaður er áríðandi fundur í trúnaðarráði/samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands í Alþýðuhúsinu Hjálmakletti kl: 20:00 mánudaginn 21.september nk. fundarboð 21.9.20 Fundarefni Standast forsenduákvæði kjarasamninga – Henný Hinz hagfræðingur ASÍ mætir á fundinn Kjör fulltrúa á 44. þing ASÍ Kjör uppstillingarnefndar Staðan í samningum við Norðurál önnur mál Formaður
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands boða verkfall hjá Norðuráli
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga tóku ákvörðun í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stóð frá hádegi 1. september til hádegis þann 4. september 2020, um að boða ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember 2020. Vinnustöðvunin verður framkvæmd í samræmi við gr. 8.11.2 í kjarasamningi aðila. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru með eftirfarandi hætti: Á kjörskrá voru 34 Atkvæði …
Kosning Norðurál – HNAPPUR
HÉR er hægt að kjósa Byrjar kl 12:00 þann 1.sept lýkur kl 12:00 þann 4.sept
Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Norðuráli á Grundartanga
Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga sem eru félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands, hafa samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá þeim félagsmönnu sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga, þar sem lítið hefur þokast í samningamálum. Kjarasamningar aðila hafa verið lausir frá 1. Janúar 2020. Um er að ræða ótímabundið verkfall sem hefst á miðnætti aðfararnótt 8. des. 2020 og verður framkvæmt …
Haust í sumarhúsi
Við vekjum athygli á því að núna er síðasta vikan af sumrinu í sumarhúsnum okkar. Laust er í Flókalundi og á Flúðum og tilvalið að nýta sér haustbyrjunina í smá fríi og heitum potti. Þá vekjum við einnig athygli á því að við erum búin að opna fyrir haustið og Húsafell er komið aftur í leigu. Það er hægt að …
