Kæru félagar Hér má skoða kynningarbækling frá Starfsgreinasambandinu um nýju kjarasamningana – endilega kynnið ykkur hann. Hér er líka góð upplýsingasíða á vegum Starfsgreinasambandsins.
Kynningarfundir vegna kjarasamninga
Kynningarfundir vegna kjarsamninga Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins vegna verkafólks SGS og verslunarmanna LÍV, verða sem hér segir: Fimmtudagur 11.apríl kl 18:00, Sæunnargata 2a Borgarnesi Þriðjudagur 16.apríl kl 20:00, Sæunnargata 2a Borgarnesi Mánudagur 15.apríl kl 17:45, Miðbraut 11 Búðardal Getum komið í heimsóknir í fyrirtæki í samráði við trúnaðarmenn, ef þess er óskað. Á fundunum verður póslkur félagsmaður sem getur séð …
Sumarúthlutun sumarið 2019 – áminning umsókn þarf að berast fyrir kl 10:00 15.apríl 2019
Orlofshús 2019 Við munum opna fyrir umsóknir 15. mars kl 10:00 og úthluta 15. apríl kl.10:00. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn sem er hægt að nálgast hér Eftir úthlutun þarf greiðsla að hafa borist fyrir 2.maí – sé umsókn ekki greidd er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að nýta sér húsið. Eftir 2.maí opnast fyrir fyrstur kemur …
A-listinn bar sigur úr býtum
A-listinn stóðst áskorun B-lista í kosningum til stjórnarkjörs hjá Stéttarfélagi Vesturlands sem fram fór í þessari viku 1-5 apríl. Kjörsókn var 17,3% eða 169 manns en 977 voru á kjörskrá. A-listi hlaut 86 atkvæði eða 50,9% B-listi hlaut 81 atkvæði eða 48% auðir/ógildir voru 2 eða 1.1% Réttkjörnir í stjórn Stéttarfélags Vesturlands 2019-2021 eru því A-listi Signý Jóhannesdóttir, formaður …
Nýr kjarasamningur milli LÍV og SA undirritaður
Skrifað hefur verið undir kjarasamning LÍV við Samtök atvinnulífsins sem felur í sér nýja nálgun til bættra lífskjara. Áhersla á kjarabætur til þeirra sem hafa lægstu launin er rauði þráðurinn í samningnum en um það er almenn sátt í samfélaginu. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta …
Nýr kjarasamningur við SA undirritaður
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Helstu atriði nýs kjarasamnings Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019 Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans (mestu breytingar …
Félagsmenn fæddir 1967 og 1968 takið eftir!
Stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands lagði fram tillögu á aðalfundi félagsins 5. okt. sl. um að þeim félagsmönnum sem fæddir eru á árinu 1967 yrði boðið að fara í heilsufarsskoðun sér að kostnaðarlausu. Þetta yrði síðan árlegt átak þannig að árið 2018 ættu þeir sem fæddir eru 1968 kost á þessu. Tillagan var samþykkt. Nýr liður í bótareglum sjóðsins hljóðar …
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar
Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda. Atvinnurekenda greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skylduiðgjaldið er greitt til …
Félagssvæði stéttarfélaga – Hvalur og Hörður
Félagssvæði stéttarfélaga – Hvalur – Hörður og Hvalfjarðarsveit! Samkvæmt lögum nr. 80/1938 þurfa stéttarfélög að ná yfir heilt sveitarfélag. Þegar breytingar verða á stærð sveitarfélaga, t.d. við sameiningu þeirra þá þurfa stéttarfélög oft að bregðast við og breyta lögum sínum og stækka félagssvæðin. Þetta getur þýtt að félagsvæði stéttarfélaga skarast. Þannig hefur það verið frá því að Verkalýðsfélag Akraness breytti …
Lokum fyrr á föstudag
Lokum snemma á föstudaginn! Vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á HM mun skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands loka kl. 14:30 föstudaginn 22.júní ÁFRAM ÍSLAND



