Breyting á endurgreiðslu vegna hótelgistingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Frá og með deginum í dag hefur stjórn orlofssjóðs ákveðið að hækka endurgreiðslur til félagsmanna vegna hótelgistingar í 10.000 kr. hámark 70.000 á ári. Greiðum niður gistinótt um kr. 10.000 hámark 70.000 á ári. Með því að koma með löglegan reikning stílaðan á nafn og kt félagsmannsins á skrifstofu félagsins er hægt að fá endurgreiðslu á hótelgistingu innanlands. …

Íbúðin í Ásholti og sumarhúsið í Ölfusborgum tekið frá fyrir Grindvíkinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn. Stjórnvöld leituðu til stéttarfélaga með að lána orlofseignir til íbúa Grindavíkur sem þurft hafa að flýja heimili sín og var ákveðið á fundi Trúnaðarráðs sl. miðvikudag að taka bæði Ásholt 2 og sumarhúsið í Ölfusborgum í það verkefni. Því er búið að loka fyrir leigu á þeim orlofskostum fram á vorið. Við vonum að félagsmenn sýni þessari aðgerð …

Átt þú kannski hjá okkur pening?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Varst þú að vinna hjá sveitarfélagi, Brákarhlíð eða Silfurtúni 2020, 2021 eða 2022? Ert þú búinn að sækja um greiðslu úr félagsmannasjóði fyrir þessi ár? Ef ekki endilega sendu okkur upplýsingar um kennitölu og bankanúmer á netfangið stettvest@stettvest.is fyrir 28.nóvember – næst verður greitt úr sjóðnum 1.des 2023

Fundur trúnaðarráðs

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Næstkomandi miðvikudag hefur trúnaðarráð verið boðað til fundar til þess að ganga frá kröfugerð varðandi kjarasamninga sem eru að losna og taka ákvörðun um umboð til LÍV. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt því þetta er vettvangurinn til að láta í sér heyra.

Lentir þú í úrtaki????

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við minnum þá félagsmenn sem hafa fengið sendan hlekk á könnun frá Gallup um að svara hið fyrsta. Könnunin sem er unnin í samvinnu Verkalýðsfélagsins Hlífar og Stéttarfélags Vesturlands er um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna. Með þátttöku í könnuninni lenda félagsmenn sjálfkrafa í happdrættispotti. Sumir vinningar skila sér strax, eftir að spurningunum hefur verið svarað, en …

Kvennaverkfall 24. október 2023

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Boðað er til kvennaverkfalls 24. október 2023 undir yfirskriftinni Kallarðu þetta jafnrétti?  Stéttarfélag Vesturlands skorar á félagsfólk að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi og skorar jafnframt á fyrirtæki að sýna samstöðu í verki svo konur og kvár geti lagt niður störf þennan dag, án skerðingar á launum. Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna …

KVENNAVERKFALL – SKRÁNING Í RÚTU

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur ætla að taka höndum saman 24.október nk. og bjóða upp á sætaferðir til Reykjavíkur til að geta tekið þátt í baráttufundi á Arnarhóli kl 14:00 Brottför er kl 12:00 heimferð er kl 16:00 – Allar konur velkomnar í rútu en takmörkuð sæti eru í boði. Rútan fer frá Menntaskóla Borgarfjarðar Skráning fer fram með að senda …

Félagsmálaskóli Alþýðu- námskeið framundan

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Hér eru oft mjög áhugaverð námskeið í boði https://felagsmalaskoli.is/namskeid-framundan/ endilega kynnið ykkur hvað er á dagskrá Við minnum á styrki frá menntasjóðum félagsins sem er hægt að nota 🙂

Auglýst eftir fulltrúum á fulltrúaráðsfund Festu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fulltrúarráðfsundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 23.október nk. kl 17:00 á Teams Félagið á rétt á að senda 4 atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti og 4 til vara.  Framboðum þarf að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a eða …

Samningur Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 64% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 65 manns og var kjörsókn 33,85 %. Já sögðu 14 eða 64%. Nei sögðu 3 eða 13 %. 22% tóku ekki …