Ungt fólk í Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu félagar sem eruð yngri en 35 ára, ef þið hafið áhuga fyrir því að kynnast starfi ASÍ-ung, þá endilega hafið samband við félagið t.d. með því að senda póst á stettvest@stettvest.is Nú vantar okkur fulltrúa á þing ASÍ-ung. Áhugasamir hafið samband fyrir hádegi þann 28. júlí. Þingið verður 22. sept. nk. https://www.facebook.com/asi.unglidar/

Lokað vegna sumarleyfa 1.-4.ágúst 2023

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 1.ágúst og til og með 4. ágúst. Opnað verður aftur kl. 08:00 þriðjudaginn 8.ágúst. Sjúkradagpeningar verða greiddir mánudaginn 31. júlí en öll vottorð og gögn vegna umsókna verða að berast í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 26. júlí. Styrkir úr Sjúkrasjóði, Fræðslusjóðum og Orlofssjóði voru greiddir 14.júlí og verða …

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og var kjörsókn 24,26%. Já sögðu 92,44%, nei sögðu 4,65% og 2,91% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim …

Nýr kjarasamningur við ríkið undirritaður – atkvæðagreiðsla er hafin

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd SGS skrifaði undir nýjan kjarasamning við ríkið eftir hádegi í gær. Mjög góður árangur náðist við samningagerðina og það án verkfallsátaka. Samið var um krónutöluhækkanir á taxta og er meðal launahækkun á virka taxta um kr. 43.000 allt eftir innröðun í launatöflu á viðkomandi stofnun. Laun verða leiðrétt afturvirkt frá 1. apríl 2023. Ekki síður mikilvægur árangur náðist með …

SGS vísar kjaradeilu við ríkið til ríkissáttasemjara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við samninganefnd ríkisins vegna endurnýjunar kjarasamnings SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem rann út 31. mars 2023. Samningsaðilar hafa á undanförnum vikum átt fjölmarga fundi þar sem SGS hefur komið kröfum sínum málefnalega á framfæri við samninganefnd ríkisins, en án árangurs. Í ljósi þess hversu langt …

Vinnutími barna og unglinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú þegar sumarið er á næsta leiti eru ungmenni um allt hérað að hefja störf, sum í sinni fyrstu vinnu. En börn og ungmenni mega ekki vinna endalaust og með því að ýta  hér má sjá hvernig vinnu þeirra skuli háttað samkvæmt vinnuréttarlögum.

Útboðum á ræstingu hjá ýmsum stofnunum Borgarbyggðar mótmælt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur stéttarfélag í almannaþjónustu mótmæla vinnubrögðum sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna fyrirhugaðs útboðs á ræstingum hjá ýmsum stofnunum sveitarfélagsins. Stéttarfélögin og þeir félagsmenn þeirra sem starfa hjá Grunnskóla Borgarness sem skólaliðar með ræstingu furða sig á þessari ákvörðun. Í nóvember 2022 segir m.a. í fundargerð Byggðarráðs  um stöðu ræstinga að: mikilvægt sé að horfa til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika …

1.maí í Borgarnesi og Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það var ánægjulegt hversu margir komu með okkur í kröfugöngu 1.maí sl. en í ár voru 50 ár síðan fyrst var gengin kröfuganga í Borgarnesi. Einnig komu margir á baráttufundinn okkar sem haldinn var í Hjálmakletti sem var virkilega gaman. Fram komu krakkar á unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi sem sungu fyrir okkur lög úr Mamma Mía og Sigga Beinteins söng …

Fyrstur kemur fyrstur fær ….

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Nú er úthlutun lokið í orlofshúsin okkar í sumar og opnað hefur verið fyrir þær vikur sem eru lausar og gildir fyrstur kemur fyrstur fær Hægt er að skoða og bóka sumarhús á orlofsvefnum okkar hér

Finnbjörn A. Hermannsson kjörinn forseti ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið og engin mótframboð bárust. Finnbjörn hefur áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni. Hann lét nýlega af störfum sem Formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár.   Þá voru kjörnir varaforsetar. Í embætti fyrsta …