ATH. Flytjum fundinn í Hjálmaklett – Menntaskóla Borgarfjarðar Boðaður er áríðandi fundur í trúnaðarráði/samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands í Alþýðuhúsinu Hjálmakletti kl: 20:00 mánudaginn 21.september nk. fundarboð 21.9.20 Fundarefni Standast forsenduákvæði kjarasamninga – Henný Hinz hagfræðingur ASÍ mætir á fundinn Kjör fulltrúa á 44. þing ASÍ Kjör uppstillingarnefndar Staðan í samningum við Norðurál önnur mál Formaður
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands boða verkfall hjá Norðuráli
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga tóku ákvörðun í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stóð frá hádegi 1. september til hádegis þann 4. september 2020, um að boða ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember 2020. Vinnustöðvunin verður framkvæmd í samræmi við gr. 8.11.2 í kjarasamningi aðila. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru með eftirfarandi hætti: Á kjörskrá voru 34 Atkvæði …
Kosning Norðurál – HNAPPUR
HÉR er hægt að kjósa Byrjar kl 12:00 þann 1.sept lýkur kl 12:00 þann 4.sept
Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Norðuráli á Grundartanga
Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga sem eru félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands, hafa samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá þeim félagsmönnu sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga, þar sem lítið hefur þokast í samningamálum. Kjarasamningar aðila hafa verið lausir frá 1. Janúar 2020. Um er að ræða ótímabundið verkfall sem hefst á miðnætti aðfararnótt 8. des. 2020 og verður framkvæmt …
Haust í sumarhúsi
Við vekjum athygli á því að núna er síðasta vikan af sumrinu í sumarhúsnum okkar. Laust er í Flókalundi og á Flúðum og tilvalið að nýta sér haustbyrjunina í smá fríi og heitum potti. Þá vekjum við einnig athygli á því að við erum búin að opna fyrir haustið og Húsafell er komið aftur í leigu. Það er hægt að …
„Sálinn“ og samfélagið
Stéttarfélög á Íslandi eru ótrúlega mörg og ólík. Sum eru fámenn og gæta hagsmuna mjög afmarkaðra hópa, önnur eru svo fjölmenn að iðgjaldagreiðendur teljast í tugum þúsunda. Til eru félög sem ná yfir stóra landshluta og önnur sem starfa í einu afmörkuðu sveitarfélagi. Síðan eru það landsfélögin, sem hafa innan sinna vébanda starfsfólk í tilteknum greinum óháð því hvar fólk …
Ennþá eru nokkrar vikur lausar í sumarhúsum í ágúst
Endilega kíkið á vefinn https://orlof.is/stettvest/site/rent/rent_list.php Það eru ennþá nokkrar vikur lausar í ágúst – það er um að gera að nýta sér þetta góða aðgengi að sumarhúsum sem félagið bíður 🙂
Íbúðin í Reykjavík laus næstu tvær helgar!
Vegna forfalla er íbúð félagsins að Ásholti 2 í Reykjavík laus frá 10. júlí til 20. júlí. Nú er upplagt að grípa tækifærið og dvelja í rólegheitum í borginni meðan borgarbúar þvælast um á landsbyggðinni 🙂 https://orlof.is/stettvest/site/rent/rent_list.php
Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB
Þann 24.júní 2020 skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og formaður Stéttarfélags Vesturlands, fyrir hönd sjúkrasjóðs félagsins, undir samkomulag um stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands hefur styrkt nemendur MB með þessum hætti síðustu fjögur skólaár og að þessu sinni var gerður samningur til tveggja ára og er hugsaður sem forvörn gegn …
Ferðumst innanlands í sumar
Kæru félagsmenn Nú er sumarúthlutun lokið og því gildir fyrstur kemur fyrstur fær í sumarhúsin okkar en hægt er að bóka og skoða betur hér það eru fullt af skemmtilegum vikum í boði 🙂 Til dæmis: Ásatún á Akureyri 3.-10.júní, 5.-12.ágúst, 19.-26.ágúst Ölfusborgir 10.-17.júní, 5.-12.ágúst, 12.-19.ágúst, 19.-26.ágúst, 26.ágúst-2.sept. Þverlág 6 Flúðum 3.-10.júní, 5.-12.ágúst, 12.-19.ágúst, 19.-26.ágúst, 26.ágúst-2.sept. Flókalundur 3.-10.júní, 10.-17.júní, 17.-24.júní, …