Í dag ættu flestir að hafa fengið lykilorð sent í pósti sem hægt er að nota til að kjósa rafrænt. Við hvetjum alla sem ekki hafa fengið lykilorð á næstu dögum að hafa samband. Þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn sem fá greidd laun eftir almennum kjarasamningum við SA, fyrir verkafólk, verslunar og skrifstofufólk og iðnaðarmenn. Hægt er að sjá …
Tilkynning frá orlofssjóði
Ný orlofsíbúð á Akureyri tekin í notkun 1. feb. 2016 Stéttarfélag Vesturlands hefur selt orlofsíbúð sína að Furulundi 8 og fest kaup á annari íbúð að Ásatúni 26 á Akureyri. Ásatúnið er í svokölluðu Naustahverfi sem er í suðvesturhluta Akureyrar. Húsið er 12 íbúða fjölbýli á þremur hæðum, byggt árið 2014, klætt utan með bárustáli. Yfir útidyrum …
Hefur þú kynnt þér Gullklúbbinn??
Gullklúbbur og gisting innanlands að eigin vali! Vinsældir íbúðarinnar í Ásholti 2 í Reykjavík eru gríðarlegar. Oft er eitthvað laust í miðri viku, þó helgar séu nær alltaf bókaðar u.þ.b. tvo mánuði fram í tímann. Gullklúbburinn er kostur sem hefur staðið félagmönnum til boða í nokkurn tíma. Orlofssjóður félagsins er meðlimur í Gullklúbbnum og stendur félagsmönnum því til boða að gista á …
Húsafell um helgina?
Við vekjum athygli félagsmanna á því að bæði húsin í Húsafelli eru laus um helgina – væri ekki notalegt að skella sér í smá afslöppun??
Nýr kjarasamningur!
Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær og stóratkvæðagreiðsla framundan. Frekari upplýsingar má sjá hér
ÁTTIN vegvísir að færni
Miðvikudaginn 13.janúar 2016 verður kynningafundur á Landnámssetri um ÁTTINA. ÁTTIN er vefgátt sem nokkir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um. Hún tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Frekari upplýsingar um ÁTTINA má finna hér endilega kynnið ykkur málið.
KLUKK!
Hvað er Klukk? Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi Endilega sækið ykkur …
Laust í orlofshúsum um helgina
Stéttarféalg Vesturlands vekur athygli félagsmanna á því að laust er í báðum húsum í Húsafelli og í Ölfusborgum um helgina. Er ekki notalegt að skellta sér í bústað og slaka á eftir jólin 🙂
Nýjar Félagsfréttir eru komnar út
Hægt er að lesa blaðið hér en einnig verður það borið út á allt félagssvæðið.
Breytt þjónusta í Búðardal og Hvalfjarðarsveit
Stéttarfélag Vesturlands hefur haft opnar skrifstofur á öllu félagssvæðinu. Skrifstofan í Búðardal er að Miðbraut 11, hún hefur verið opin því sem næst hálfsmánaðarlega frá 9:30 til 12:30. Mjög fátítt er að nokkur maður sæki þjónustu á þessum tímum. Skrifstofan að Innrimel í Hvalfjarðarsveit hefur verið opin hálfan til einn dag í viku. Heimsóknir á þá skrifstofu eru jafn fátíðar …