Í dag 15.mars er opnað fyrir umsóknir um sumarorlofstímabil og stendur til og með 20.apríl nk. Í boði eru eins og áður tvö hús í Húsafelli Kiðárskógur 1 og Kiðárskógur 10, eitt hús í Ölfusborgum og ný glæsileg íbúð á Akureyri Ásatún 26. Til að sækja um er félagsmönnum bent á nýja vefinn okkar http://orlof.is/stettvest/ eða skila til okkar umsóknareyðublaði sem má finna hér en …
Orlofshúsavefur
Eins og sjá má á hnapp hér til hliðar hefur Stéttarfélag Vesturlands tekið inn nýjan orlofshúsavef og geta nú félagar sjálfir séð um að bóka á sig orlofshús eða íbúð. Til þess að skrá sig inn þarf viðkomandi félagsmaður að hafa íslykil eða rafræn skilríki en allar frekar leiðbeingar eru að finna á hnappnum fyrir neðan. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta …
Styðjum aðgerðir Hlífar!
Trúnaðarráð Stéttarfélags Vestulands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, sem beinast að útskipun á áli frá Rio Tinto Alcan á Íslandi. Framkoma forsvarsmanna fyrirtækisins sem ganga í störf hafnarverkamanna, er fyrirtækinu til háðungar. Stéttarfélag Vesturlands skorar á Samtök atvinnulífsins að knýja þetta aðildarfélag sitt til að ganga til samninga við verkalýðsfélögin sem samið hafa …
ASÍ 100 ára !! Viltu koma á tónleika? (fréttatilkynning)
Á hádegi í dag opnar fyrir miðapantanir á www.tix.is fyrir þá sem vilja koma og fagna með okkur þann 12.mars næstkomandi. Öllum félagsmönnum stendur til boða að fá miða á spennandi tónleikaveislu í Hörpunni. Í boði eru 6 miðar á mann en athugið að taka ekki fleiri miða en þið ætlið að nota. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast …
Nýji kjarasamningurinn
Í gær var samþykktur nýr kjarasamningur með miklum meirihluta eins og kemur fram í frétt hér til hliðar. Samningurinn flýtir launabreytingum og hækkar þær og gildir hann frá 1.janúar 2016 til 31.desember 2018. Samninginn í heild sinni er hægt að sjá hérLaunataxta má sjá hér og kynningu má sjá hérEf eitthvað er óljóst hvetjum við fólk til að hafa …
Rúmlega 91% sögðu JÁ
Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag. Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.
Nýtið kosningaréttinn!!
Nú eru 2 dagar þar til kosningu lýkur – endilega nýtið kosningaréttinn kæru félagar, þið ættuð að hafa fengið sent lykilorði í pósti. Þið getið kosið með því að ýta græna hnappinn hér til hægri
Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 8:00 á morgun 16.2.16
Í dag ættu flestir að hafa fengið lykilorð sent í pósti sem hægt er að nota til að kjósa rafrænt. Við hvetjum alla sem ekki hafa fengið lykilorð á næstu dögum að hafa samband. Þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn sem fá greidd laun eftir almennum kjarasamningum við SA, fyrir verkafólk, verslunar og skrifstofufólk og iðnaðarmenn. Hægt er að sjá …
Tilkynning frá orlofssjóði
Ný orlofsíbúð á Akureyri tekin í notkun 1. feb. 2016 Stéttarfélag Vesturlands hefur selt orlofsíbúð sína að Furulundi 8 og fest kaup á annari íbúð að Ásatúni 26 á Akureyri. Ásatúnið er í svokölluðu Naustahverfi sem er í suðvesturhluta Akureyrar. Húsið er 12 íbúða fjölbýli á þremur hæðum, byggt árið 2014, klætt utan með bárustáli. Yfir útidyrum …