Kjaraviðræðum ASÍ og SA var slitið í gær.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lága verðbólgu. Ágætur árangur hefur náðst um umgjörð slíks samnings. Í gærdag kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur við SA um launalið væntanlegs samnings, einkum það sem snýr …

Breyting á starfsreglum Starfsmenntasjóðs SVS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samþykktar hafa verið nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleyft að ávinna sér inn réttindi hraðar. Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun.   Samkvæmt núverandi kerfi safna félagsmenn stigum eftir því hvað þeir fá í tekjur. Kerfið er því tekjutengt. Samkvæmt nýju …

Skorað á sveitarfélögin að hækka ekki gjaldskrár!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands  hefur sent sveitarstjórnum á félagssvæði sínu eftirfarandi áskorun:   Efni:  Stöndum saman gegn verðbólgu  en með stöðugleika og auknum kaupmætti launafólks   Stéttarfélag Veturlands skorar á sveitarstjórnir á félagssvæði sínu að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar, sem tók ákvörðun um að hækka ekki gjaldskrár borgarinnar um næstu áramót. Borgarstjórn hafði tekið ákvörðun um að hækka gjaldskrár vegna ýmissa þjónustuliða og …

Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fjórða þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk rétt eftir hádegi sl. föstudag á Akureyri. Samþykktar voru fjórar ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál, kjaramál og ríkisfjármál. Að auki var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt og fræðslustefna Starfsgreinasambands Íslands. Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja …

Verðmunur fiskafurða milli verslana oft 75% eða meira

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í nýrri könnun ASÍ á fiskafurðum kemur í ljós að verðmunurinn á hæsta og lægsta verði er að lágmarki 75%. Könnunin var gerð í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð, víðsvegar um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 23 algengum tegundum af fiskafurðum. Melabúðin neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi …

Íbúðin í Ásholti laus nk. helgi v. forfalla!!!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúðin í Reykjavík er laus næstkomandi helgi 20.-22. sept. vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is    

Kjaramálaráðstefna Stéttvest 7. september

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kjaramálaráðstefnu þann 7. september nk. að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og stendur hún frá kl. 10:00 til 17:00. Ráðstefnan er liður í undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga. Við viljum hvetja fólk til að fjölmenna og taka virkan þátt í umræðum, þannig að samningafólk okkar hafi gott veganesti í komandi kjaraviðræðum. Að ráðstefnu lokinni býður Stéttarfélagið þátttakendum upp á …

Allt að 57% verðmunur á skólabókum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum landsins á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum námsbókum. Aðeins Griffill Skeifunni átti til allar bækurnar, Bóksala Stúdenta Háskólatorgi átti til 31 titil af 32, A4 Skeifunni átti til 29 titla af 32, Eymundsson Kringlunni átti til 28, Forlagið …

Viltu grípa síðustu vikur sumarsins?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofsíbúð félagsins að Furulundi 8 o á Akureyri er laus  tvær síðustu vikurnar í ágúst, þ.e. frá 16. – 23. Eftir 30. ágúst  tekur við vetrarleiga, þar sem leigður er hver dagur fyrir sig. Við eigum líka lausa viku í Ölfusborgum frá 23. – 30. ágúst. Rétt er að geta þess að stjórn Orlofssjóðs hefur ákveðið að vetrarleigan verði óbreytt frá …

Viltu gerast ferðamaður í höfuðborginni?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúð félagsins í Ásholti 2 í Reykjavík er minna bókuð nú en oft áður. Laust er frá 28.júlí til 2. ágúst. Síðan er laust frá 4. ágúst til 9., þá er laust frá 11. – 23. ágúst. Eftir Menningarnæturhelgina er laust frá 25. ágúst til 20. september. Hvernig væri að gerast ferðamaður í borginni? Nú virðist góða veðrið vera komið suður og fátt …