Nýr eftirlitsfulltrúi ráðinn til starfa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélag Snæfellinga réðu síðastliðið vor til sín eftirlitsfulltrúa til að hafa eftirlit með vinnustaðaskírteinum og hóf hann störf 15. apríl.Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði en mikilvægt er að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum.Hlutverk eftirlitsfulltrúans verður að fylgjast með því að vinnustaðaskírteini hafi verið gefin út …

Viðaukinn við kjarasamning Norðuráls og stéttarfélaganna 5, samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Um hádegi í dag 3. október lauk atkvæðagreiðslu um viðauka við kjarasamning Norðuráls við Stéttarfélag Vesturlands, FIT, RSÍ, VR og Verkalýðsfélag Akraness, frá 19. apríl 2010. Viðaukinn var undirritaður 23. september sl. og fjallaði um launalið samningsins og einnig um væntanlegan stóriðjuskóla. Kosningaþátttakan var 72.24%, já sögðu 297 eða 68%, nei sögu 129 eða 31%, auðir og ógildir voru 6 …

Kynningarfundir vegna samninga við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir kynningarfundum að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi vegna viðauka við kjarasamninginn við Norðurál, sem undirritaður var sl. föstudag. Um er að ræða tvo fundi, sá fyrri kl. 20:15 miðvikudaginn 28. sept. og sá síðari kl. 16:00 föstudaginn 30. sept. Hægt verður að greiða atkvæði að fundum afloknum. Starfsmenn Norðuráls eru hvattir til að fjölmenna á fundina. Einnig …

Stéttarfélögin fimm semja við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands, ásamt Fit, VR, RSÍ og Vlfa,  skrifuðu undir samkomulag um launalið kjarasamningsins við Norðurál í dag, 23. september. Um er að ræða viðauka við kjarasamning þessara aðila frá 19. apríl 2010. Verði viðaukinn samþykktur, þá munu laun starfsmanna Norðuráls hækka frá og með 1. janúar 2011 um 5,35% og aftur 1. desember 2011  um 5,35%. Næsta hækkun kemur svo 1. janúar …

Fjölskyldudagur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við minnum á fjölskyldudaginn sem fyrirhugaður er fyrir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands og fjölskyldur þeirra. Við höfum framlengt skráningarfrestinn til kl. 16:00 á föstudag. Smellið á myndina til að sjá nánar um ferðina og hvað verður í boði.  

Vegna yfirvofandi verkfalls Félags Leikskólakennara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum hefur Félag Leikskólakennara boðað verkfall frá og með 22. ágúst nk. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Þar sem nokkrir félagsmenn í opinberu deild Stéttarfélags Vesturlands starfa við hliðina á leikskólakennurum, sem hugsanlega fara í verkfall, er nauðsynlegt að hafa í huga hvað gæti talist verkfallsbrot, þ.e.a.s. verði túlkað þannig að …

Íbúðin í Furulundi 8 laus vikuna 12.-19. ágúst

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Af ófyrirsjáanlegum orsökum var íbúðin í Furulundi 8 á Akureyri að losna vikuna frá 12. til 19. ágúst. Hafið samband við skrifstofu Stéttvest ef áhugi er fyrir hendi í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is   Fyrstur kemur fyrstur fær!   

Lausar vikur í orlofshúsum og orlofsávísanir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nokkrar vikur eru enn lausar í orlofshúsum og íbúðum Stéttarfélagsins. Til að sjá lausar vikur smellið hér. Til að festa sér viku þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í s. 430 0430 eða senda tölvupóst á stettvest@stettvest.is   Einnig eru enn til 23 orlofsávísanir með Icelandair. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stéttarfélagsins til að panta þær. Síminn er 430 0430 eða sendið …

Opnunartími skrifstofa Stéttarfélagsins í júlí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofan í Hvalfjarðarsveit verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa starfsfólks Stéttarfélagsins.   Skrifstofan í Búðardal, sem er opin annan hvern fimmtudag, verður lokuð þann 7. júlí en næsti opnunardagur verður 21. júlí frá kl. 9:30 til 12:30.   Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta gæti valdið. Við bendum á að skrifstofan í Borgarnesi er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. Síminn …