Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlandsverða haldnir þriðjudaginn 9. april kl. 20.00í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna2. Guðni Gunnarsson formaður ASÍ –UNG ræðir um störf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni3. Nýjar leiðirí húsnæðismálum, Henný Hinz hagfræðingur kynnir danska húsnæðiskerfið4. …
Allt að 35% verðmunur á páskaeggjum
Algengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Samkaup-Úrval og Iceland voru oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg …
Orlofsblað Stéttarfélags Vesturlands 2013 komið út!
Nú ætti orlofsblað Stéttarfélagsins að vera að detta inn um bréfalúgur félagsmanna. Kennir þar ýmissa grasa og eitthvað er um nýjungar í framboði orlofskosta. Hægt er að lesa blaðið hér, og umsóknar-eyðublað er hægt að nálgast hér.
Íbúðin í Ásholti Rvk laus 12.-14. apríl v. forfalla
LEIGÐ! Íbúðin í Reykjavík er laus helgina 12.-14. apríl vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Fundur ASÍ og Stéttarfélaga á Vesturlandi – 20. mars!
Kaupmáttur – atvinna – velferð! Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 20. mars kl. 19:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana. Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á …
Furulundur Akureyri laus um páskana v. forfalla
Íbúð Stéttarfélags Vesturlands í Furulundi var að losna um páskana vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu Stéttvest í s: 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær að fara á skíði um páskana!
Vertu á verði! – rjúfum vítahring verðbólgunnar
Aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Sendu ábendingar um verðhækkanir á – www. vertuaverdi.is Á heimasíðu átaksins www.vertuaverdi.is geta allir …
Kaupmáttur – atvinna – velferð! Fundur á Vesturlandi
6.03.13 Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 6. mars kl. 19:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana.Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Vesturlandi og hugmyndir ASÍ að …
Íbúðin í Reykjavík laus nk. helgi v. forfalla
Leigð! Íbúðin í Reykjavík er laus helgina 15.-17. febrúar vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Hvað hafa Hagkaup, Kostur, Nóatún og Víðir að fela?
Verslanir Hagkaups, Kosts, Nóatúns og Víðis neita allar að veita neytendum eðlilegar og sjálfsagðar upplýsingar um verðlag í verslunum sínum með því að vísa verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslunum sínum. Ástæða er til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum því ætla má að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda …