Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands hefur unnið að orlofsblaðinu 2011 undanfarið og er það væntanlegt úr prentun í dag. Félagsmenn mega því búast við því að fá blaðið inn um lúguna hjá sér síðar í þessari viku. En fyrir þá sem ekki geta beðið þá er hægt að nálgast blaðið hér Þess má geta að umsóknarfresturinn til að sækja um orlofskostina í ár …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.Dagskrá: 1. Fræðsluerindi – Hvernig tekst maður á við mótlæti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt? Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti. 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Verkalýðsfélag Borgarness …
Gangur kjaraviðræðna
Samninganefnd ASÍ hitti forystu SA á fundi hjá ríkissáttasemjara 10. febrúar til að freista þess að koma kjaraviðræðum í gang að nýju en þær höfðu að mestu legið niðri í tvær vikur vegna þeirrar kröfu SA að niðurstaða vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu lægju fyrir áður en samið yrði. Niðurstaða þess fundar var að hefja samningaviðræður að nýju. Jafnframt var ákveðið …
Ný könnun – langflestir vilja samræmda launastefnu
Ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ sýnir að 94% þeirra sem taka afstöðu vilja sambærilegar launahækkanir fyrir alla í komandi kjarasamningum á móti 6% sem vilja meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgreinum. Þá vilja 48% að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmátt launa í yfirstandandi kjaraviðræðum en 24% vilja að áherslan sé að …
Opið hús í Kiðárskógum 10 í Húsafelli 27. febrúar
Stéttarfélag Vesturlands hefur fest kaup á þessu glæsilega sumarhúsi í Kiðárskógum 10 í Húsafelli. Í tilefni þess að nú mun félagið taka húsið formlega í notkun í næstu viku, ætlum við að bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að koma og skoða húsið sunnudaginn 27. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00. Heitt á könnunni, tilvalið tækifæri að fara sunnudagsrúnt með fjölskylduna upp í Húsafell!
Kyrrstaðan rofin – kjaraviðræður á fullt skrið
Samninganefndir ASÍ og SA ræddu fyrir helgi mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Aðilar hafa orðið sammála um að setja kraft í kjaraviðræður sem miðast við gerð samnings til 3 ára. Reyna á að ljúka þeirri vinnu eins hratt og mögulegt er. Hugmynd aðila er að efni slíks kjarasamnings myndi öðlast gildi í júní að því gefnu að aðilar vinnumarkaðarins …
Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar
Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna. …
Stjórn og trúnaðarráð boðað til áríðandi fundar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Stéttarfélags Vesturlands er boðað til áríðandi fundar miðvikudaginn 19. janúar kl. 20:00, í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 a í Borgarnesi. Trúnaðarmenn á vinnustöðum eru einnig boðaðir til fundarins. Tilefnið er vísun samninganefndar SGS á kjaradeilu sambandsins við SA til ríkissáttasemjara. Einnig verður fjallað um samræmda launastefnu og hvað hún felur í sér.
Kjaradeilu SGS við SA vísað til ríkissáttasemjara
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær, var samþykkt að vísa kjaradeilu SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara ef …
Ríkisstjórnin sniðgengur kröfur ASÍ um lagabreytingar
Það blæs ekki byrlega varðandi samvinnu ríkisstjórnar og ASÍ fyrir komandi kjaraviðræður. Í síðustu viku kom í ljós að frumvarp sem hafði verið í smíðum í félagsmála-ráðuneytinu frá því í júní varðandi breytingar á lögum um atvinnu-leysistryggingar, og unnið var með aðkomu aðila vinnumarkaðarins, hafði tekið veigamiklum breytingum. Án nokkurs samráðs. Upphaflega frumvarpið hafði það að markmiði að auka …