Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 485 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og landssambanda þess við SA frá 5. maí 2011. Alls kaus 161 félagsmaður eða 33.2 %. Hjá Iðnsveinadeild var 31 á kjörskrá, 11 kusu eða 35,5%, allir 11 sögðu já eða 100%Hjá Deild verslunarmanna voru 126 á kjörskrá, 45 kusu eða 35,7%, já sögðu 41 eða 93,2%,, 3 sögðu nei …
Póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands hefur tekið ákvörðun um að viðhafa póstatkvæðagreiðslu um kjarasamninga LÍV, Samiðnar og SGS sem undirritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn. Kjörgögn hafa verið sett í póst til þeirra félagsmanna sem eru á kjörskrá Stéttarfélags Vesturlands. Allir sem vinna eftir umræddum samningum og eiga aðild að Stéttarfélagi Vesturlands eiga rétt á að greiða atkvæði um samninginn. Akvæði þurfa …
Um 200 manns mættu á hátíðahöld í Borgarnesi
1. maí hátíðin á Hótel Borgarnesi gekk með ágætum og mættu um 200 manns á hátíðina. Ræðumaður dagsins var Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB og formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Hægt er að nálgast ræðuna hans hér. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ hélt ræðu sína á Austurvelli í ár, við heldur leiðinlegri aðstæður en ríktu í Borgarnesi, en ræðuna …
Fimm félög sömdu við Elkem Ísland ehf
Stéttarfélag Vesturlands, Félag iðn- og tæknigreina, VR, Rafiðnaðarsambandið og Verkalýðsfélag Akraness skrifuðu undir kjarasamning við Elkem Ísland ehf þann 19. apríl. Gildistími samningsins er þrjú ár og einn mánuður. Hækkun grunnlauna er afturvirk frá 1. janúar 2011 og samningurinn rennur út 31. janúar 2014. Grunntaxtar samningsins hækka um 5,5% þannig að lægsti taxti samningsins fer úr kr. 184.465 í kr. …
Umsóknarfrestur um orlofskostina 2011
Stéttarfélag Vesturlands minnir á að umsóknarfrestur um orlofskostina sumarið 2011 rennur út þann 20. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin hér og hægt er að nálgast orlofsblaðið með því að smella á myndina.
Eftirlit með útgáfu vinnustaðaskírteina að hefjast
Einar G. Pálsson Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélag Snæfellinga hafa sameinast um að ráða til sín eftirlitsfulltrúa til að hafa eftirlit með vinnustaðaskírteinum og er hann að hefja störf þessa dagana. Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði en mikilvægt er að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum.Hlutverk eftirlitsfulltrúans verður að fylgjast …
Aðalfundi félagsins frestað fram í maí.
Til stóð að halda aðalfund Stéttarfélags Vesturlands 14. apríl, en ákveðið hefur verið að fresta honum fram í maí. Ýmsir samverkandi þættir hafa orðið til þess að undirbúningur fundarins gekk ekki nægilega vel. Reikningar félagsins eiga að liggja fyrir a.m.k. viku fyrir fundinn og þegar að ljóst var að svo var ekki, þá var ekki um annað að ræða en …
Orlofsblaðið væntanlegt undir lok vikunnar
Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands hefur unnið að orlofsblaðinu 2011 undanfarið og er það væntanlegt úr prentun í dag. Félagsmenn mega því búast við því að fá blaðið inn um lúguna hjá sér síðar í þessari viku. En fyrir þá sem ekki geta beðið þá er hægt að nálgast blaðið hér Þess má geta að umsóknarfresturinn til að sækja um orlofskostina í ár …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.Dagskrá: 1. Fræðsluerindi – Hvernig tekst maður á við mótlæti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt? Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti. 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Verkalýðsfélag Borgarness …
Gangur kjaraviðræðna
Samninganefnd ASÍ hitti forystu SA á fundi hjá ríkissáttasemjara 10. febrúar til að freista þess að koma kjaraviðræðum í gang að nýju en þær höfðu að mestu legið niðri í tvær vikur vegna þeirrar kröfu SA að niðurstaða vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu lægju fyrir áður en samið yrði. Niðurstaða þess fundar var að hefja samningaviðræður að nýju. Jafnframt var ákveðið …