Forvarnir í fyrirrúmi – Vinnuverndarráðstefna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 4. febrúar nk. verður haldin vinnuverndarráðstefna Vinnueftirlitsins og VÍS í aðalskrifstofu VÍS, á 5. hæð í Ármúla 3. Boðið verður upp á mörg áhugaverð erindi en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Skráning fer fram á heimasíðu VÍS, www.vis.is.   Opin ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins 2010Forvarnir í fyrirrúmi   Tími: Fimmtudaginn 4. febrúar 2010, kl. 13:00 – 16:00 Staður: Aðalskrifstofa VÍS, Ármúli 3, 5. …

Starfsendurhæfingarráðgjafi kemur til starfa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélögin á norðanverðu Vesturlandi hafa ráðið Helgu Karlsdóttur sem starfsendurhæfingarráðgjafa fyrir félagsmenn sína. Helga tilheyrir hópi að minnsta kosti 18 ráðgjafa sem ráðnir hafa verið af stéttarfélögum allt í kringum landið í samvinnu við Virk- starfsendurhæfingarsjóð. Hún mun hefja störf 1. febrúar nk. og verður aðalskrifstofa hennar hjá Stéttarfélagi Vesturlands, en hún mun fara um svæðið, sinna félagsmönnum og kynna …

Ertu með hugmynd í kollinum?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú eru styrkir til atvinnu-mála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. …

Sjóðfélagafundur Stafa lífeyrissjóðs í Borgarnesi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stafir lífeyrissjóður boðar til sjóðfélagafundar í sal Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54 í Borgarnesi, fimmtudaginn 14. janúar 2010 kl. 20:00. Guðsteinn Einarsson varaformaður stjórnar Stafa lífeyrissjóðs og Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Stafa, fjalla um stöðu og starfssemi sjóðsins og svara fyrirspurnum. Sjóðfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér málefni sjóðsins.  

Atvinnumál á krepputímum – opinn fundur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atvinnumálanefnd ASÍ stendur fyrir opnum fundi um atvinnumál á krepputímum, miðvikudaginn 13. janúar, kl. 10:00-15:00 að Sætúni 1 Reykjavík – fundarsal Eflingar 4. hæð. Farið verður yfir reynsluna af núverandi vinnumarkaðsaðgerðum, hvað hefur tekist vel og hvað má betur fara. Einnig verður horft til framtíðar á þau tækifæri sem þar bíða. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa. Opnir …

Greiðslur í fæðingarorlofi skerðast

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú um áramótin tóku gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof. Breytingarnar fela í sér að hámark greiðslna úr Fæðingar-orlofssjóði til foreldris lækkar í 300.000 kr. á mánuði. Þá lækkar hlutfall greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði úr 80% í 75% vegna viðmiðunartekna umfram 200.000 kr. á mánuði. Breytingarnar eiga við vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur eftir 1. …

Skrifstofan er lokuð á aðfangadag

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands er lokuð bæði á aðfangadag og gamlársdag. Opið er 28. 29. og 30. des. frá kl. 08:00-16:00 Starfsmenn   

Stéttarfélag Vesturlands sendir hugheilar jólakveðjur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands sendir öllum félögum sínum hugheilar jóla og nýjársóskir. Félagið sendir sérstakar kveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda, hvort sem er í efnahags- eða félagslegu tilliti. Það er á stundum eins og um jólahátíðina sem menn minnast ástvina sinna og vilja gleðja ættingja og vini, sem tilfinningar eins og missir eða skortur verða hvað sárastar. Stéttarfélag Vesturlands eins og …

Skrifstofan lokuð 10. des. vegna breytinga

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands við Sæunnargötu 2a í Borgarnesi verður lokuð fimmtudaginn 10. desember nk. vegna breytinga.  Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin getur valdið.

Ályktun frá stjórnarfundi: Verjum áunnin réttindi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi stjórnar Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2 í Borgarnesi 7. desember 2009:   Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á félagsmálaráðherra að draga til baka frumvörp til laga um breytingar á atvinnuleysistryggingum og fæðingarorlofi sem hann hefur lagt fram. Vandi atvinnuleysistryggingasjóðs er ekki skortur á lagaúrræðum heldur skortur á fjármunum og starfsfólki til að fylgja gildandi lögunum …