Ekki bárust nein mótframboð við lista trúnaðarráðs og telst því listinn sjálfkjörinn Eftirtaldir aðilar voru í framboði: Formaður: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Þórólfsgata 21a, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Ritari: Einar Reynisson, Sóltúni 7, 311 Hvanneyri, til 2ja ára Fyrsti meðstj.: Elín Ósk Sigurðardóttir, Brákarbraut 8, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands
Allt að 86% munur á kostnaði heimila vegna dreifingar rafmagns
Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ á þróun á kostnaði heimila vegna dreifingar á rafmagni á árunum 2018 til 2023 hækkuðu gjaldskrár dreifiveita á bilinu 10%-33%. Mest hækkaði kostnaðurinn hjá HS veitum á tímabilinu, 32,6% en minnst hjá RARIK í dreifbýli, 10%. Kostnaður heimila vegna flutnings og dreifingu raforku er lægstur hjá Veitum, 50.282 kr. en 86% hærri hjá Orkubúi Vestfjarða í …
Nýr stofnanasamningur SGS og Veðurstofu Íslands
Starfsgreinasamband Íslands og Veðurstofa Íslands hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Veðurstofunni sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Í samningnum var m.a. samið um nýja grunnröðun starfa til launa sem hinar ýmsu viðbótarforsendur á borð við starfsreynslu, símenntun og persónubundna þætti. Samninginn má nálgast hér.
Stjórnarkjör 2023
Stjórnarkjör 2023 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára:formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2023, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt formanni kjörstjórnar, Eygló Lind, …
Ásholt í Reykjavík & Kiðárskógur 10 Húsafelli
Kæru félagsmenn Um miðjan desember kom upp leki í íbúðinni okkar í Ásholti hún er því búin að vera í viðgerð síðan og er einhver bið í að hún komist aftur í leigu því miður. Kiðárskógur 10 er einnig ekki í boði eins og er því hann er á leið í smá yfirhalningu. Við biðjumst velvirðingar á þessu og munum …
Félagsmenn í deild ríkis og sveitarfélaga athugið!
Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum til fundar mánudaginn 6.febrúar kl 20:00 í Alþýðuhúsinu Fundarefni: Komandi kjarasamningar og kröfugerð vegna þeirra Eru trúnaðarmenn á ykkar vinnustöðum? Önnur mál Stéttarfélag Vesturlands
Félagsmannasjóður – útgreiðsla í dag
Í dag 1.febrúar var í fyrsta sinn greitt úr félagsmannasjóði af Stéttarfélagi Vesturlands. Þar fengu 112 félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi sveitarfélaga greitt út vegna ársins 2022 og liðinna ára ef um það var að ræða. Heildarupphæð nam tæpum 10.milljónum króna. Ef þú varst að vinna hjá Brákarhlíð, Borgarbyggð, Eyja og Miklaholtshreppi, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð eða Silfurtúni á árunum 2020, 2021 …
Félagsmannasjóður SGS – starfsmenn sveitarfélaga ATHUGIÐ
Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum. Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu en í fyrra var gerð breyting á og nú sjá aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins. Vegna útborgunar úr sjóðnum eru félagsmenn beðnir um að …
Nýjir kauptaxtar fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum
Nýir kauptaxtar fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru komnir á vefinn og má nálgast hér fyrir neðan. Kauptaxtarnir gilda frá 1. janúar sl. til 30. september 2023.
Breytt styrkhlutfall fræðslusjóðanna – Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt
Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga. Nú er átakinu lokið og stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að endurgreiðsluhlutfallið fari í 80% hjá fyrirtækjum (fyrirtæki utan SA 72%) og 80% til …