Endilega kíkið á þessi námskeið sem eru í boði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

    GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Frítt starfsmiðað nám í boðifyrir félagsmenn stéttarfélaga á landsbyggðinni. Námsleiðirnar sem eru að hefjast núna í nóvember eru: Bókhald grunnur Skrifstofu- & tölvufærni Digital Marketing App & Vefhönnun Frá hugmynd að eigin rekstri Vefsíðugerð í WordPress Sjá nánar hér http://www.ntv.is/is/um-ntv/yfirlit-flokka/view/stettarfelags-namskeid Kynntu þér tækifærið strax hjá þínu stéttarfélagi, eða á heimasíðu NTV skólans www.ntv.is Skráning og upplýsingar …

Kjarasamningur Norðuráls samþykkur með miklum meirihluta

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning félagsmanna StéttVest, FIT, VLFA,VR og RSÍ við Noðurál liggja nú fyrir og var samningurinn samþykkur með miklum  meirihluta. Kosningaþátttaka var mjög góð eða 88,9% Niðurstöður voru: Já 356 eða 89,22% Nei 32 eða 8,02% Tek ekki afstöðu 11 eða 2,76% niðurstöður kosningar PDF

Stéttarfélag Vesturlands ásamt FIT, VR, RSÍ og VFLA semja við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu félagar Í  gær þann 13.október 2020 var skrifað undir kjarasamning  5 stéttarfélaga við Norðurál á Grundartanga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31.12. 2024. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru blanda af launahækkunum samkvæmt Lífskjarasamningnum og samkvæmt launavísitölu. Farið verður í rafræna atkvæðagreiðslu um samninginn – kynningarefni verður sameiginlegt og birt með rafrænum hætti.    

Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs vegna leigu á orlofshúsum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að á meðan ástandið er eins ótryggt og nú er vegna Covid 19 þá geti þeir sem vilja hætta við leigu vegna breyttra forsendna fengið inneign í kerfinu okkar. Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að a.m.k. þrjár nætur séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í …

Tryggjum öryggi okkar allra – Be safe

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu félagsmenn  Eins og ástandið er í samfélaginu teljum við ábyrgt að benda félagsmönnum okkar á að nýta frekar rafræn samskipti og síma þar sem því er við komið. Hægt er að sækja um styrki í sjúkrasjóð og sjúkradagpeninga hér  og í menntasjóði er hægt að prenta út umsóknir hér: Verslunar og skrifstofufólk, Landsmennt,  Sveitamennt, Ríkismennt. Netfangið okkar er stettvest@stettvest.is og …

Þing Alþýðusambands Íslands 2020

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fulltrúakjör Samkv. lögum Stéttarfélags Vesturlands skal viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við val fulltrúa á þing ASÍ. Félagið á rétt til að senda 3 fulltrúa á þingið, sem verður rafrænt 21.október 2020. Síðan er stefnt að því að halda framhaldsþing í maí 2021. Framboðslistum, þar sem tilgreindir eru 2 aðalfulltrúar frá SGS-deildunum og 1 frá LÍV-deild og jafnmargir varafulltrúar, ásamt tilskyldum fjölda meðmæla …

Fundarboð trúnaðarráð/samninganefnd Stétt Vest ath breyttur fundarstaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ATH. Flytjum fundinn í Hjálmaklett – Menntaskóla Borgarfjarðar Boðaður er áríðandi fundur í trúnaðarráði/samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands í Alþýðuhúsinu  Hjálmakletti kl: 20:00 mánudaginn 21.september nk. fundarboð 21.9.20 Fundarefni Standast forsenduákvæði kjarasamninga – Henný Hinz hagfræðingur ASÍ mætir á fundinn Kjör fulltrúa á 44. þing ASÍ Kjör uppstillingarnefndar Staðan í samningum við Norðurál önnur mál Formaður

Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands boða verkfall hjá Norðuráli

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga tóku ákvörðun í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stóð frá hádegi  1. september til hádegis þann 4. september 2020, um að boða ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember 2020. Vinnustöðvunin verður framkvæmd í samræmi við gr. 8.11.2 í kjarasamningi aðila. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru með eftirfarandi hætti: Á kjörskrá voru 34 Atkvæði …

Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Norðuráli á Grundartanga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga sem eru félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands, hafa samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá þeim félagsmönnu sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga, þar sem lítið hefur þokast í samningamálum. Kjarasamningar aðila hafa verið lausir frá 1. Janúar 2020. Um er að ræða ótímabundið verkfall sem hefst á miðnætti aðfararnótt 8. des. 2020 og verður framkvæmt …