Iðnsveinar athugið – Breytingar á kjörum 1.apríl nk.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins í fyrravor verður tekinn upp virkur vinnutími 1. apríl næstkomandi. Starfsmaður í fullu starfi fær greiddar 37 vinnustundir á viku fyrir fullt starf. Deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33 tímar. Jafnframt er í samningum heimild til að semja um 36 stunda vinnuviku. Hér fyrir neðan er texti úr dreifibréfi frá iðnfélögunum …

Hvetjum til rafrænna samskipta – Farsóttin – corona virus – koronawirus

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er. Stéttarfélag Vesturlands vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti.  Sími félagsins …

Heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í apríl 2019 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samningur er löngum nefndur Lífskjarasamningurinn og gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Uppfærsla kjarasamninga getur verið tímafrek nákvæmnisvinna og hefur útgáfa samningsins því miður dregist alltof lengi. Nú er vefútgáfa heildarkjarasamningsins hins vegar tilbúin og aðgengileg á vef SGS. Samningurinn …

Virk ráðgjafi flytur tímabundið vegna breytinga á húsi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Vegna breytinga á húsi skristofu Stéttarfélags Vesturlands flytur Virkráðgjafi tímabundi í Félagsbæ – Við látum vita hvænar Virk er komið aftur undir okkar þak Auk þess má búast við örlítilli röskun á starfi skrifstounnar  almennt í húsinu vegna þessa en við vonum að það komi ekki til með að hafa stór áhrif.      

Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19 – english and polish below

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið í sóttkví sem felur það …

SGS og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Helstu atriði samningsins eru sem hér segir: Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. …

Stjórnarkjör 2020

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ekki bárust nein mótframboð við lista trúnaðarráðs og telst því listinn sjálfkjörinn Eftirtaldir aðilar voru í framboði: Varaform.:     Sigrún Reynisdóttir, Gerplustræti 19, 270  Mosfellsbæ, til 2ja ára Vararitari:      Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Sunnubraut 3b, 370 Búðardal, til 2ja ára 2.meðstj.: Jakob Hermannsson, Ásavegi 3, 311 Hvanneyri, til 2ja ára          Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

COVID-19 og fjarvistir frá vinnu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna …