Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við að breyta opnunardegi skrifstofunnar í Búðardal í vikunni, áætlað var að hafa opið fimmtudaginn 6. nóvember en opnuninni verður flýtt til 5. nóvember frá kl. 9:30 – 12:30. Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands   

Fundir vegna komandi kjarasamnings við Norðurál!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ATH! Búið er að bæta við fundum!!! Boðað er til funda um kjaramál og kröfugerð í komandi samningi við Norðurál sem er laus um áramótin. Fyrsti fundur verður kl. 10:00 fimmtudaginn 16. október í fundarsalnum Búrfelli. Síðar sama dag verður fundur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 20:15. Þriðji fundurinn verður í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi mánudaginn 20. október kl. 20:15.   Sigrún …

Kosning um vaktakerfi ekki á vegum Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ATH! BREYTTAN FUNDARTÍMA Í BORGARNESI!!! Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa á vöktum í Norðuráli á Grundartanga, hafa fengið bréf frá Verkalýðsfélagi Akraness og formanni þess. Í bréfinu eru m.a. kjörgögn vegna hugmynda formanns félagsins á Akranesi um breytingar á 12 stunda vaktakerfi yfir í 8 tíma kerfi með sama hætti og unnið er eftir í Elkem. Bréfinu fylgja útreikningar á …

Verðkönnun á knattspyrnu-æfingagjöldum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16 fjölmennustu íþróttafélögunum víðsvegar um landið. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna. Svo verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrána saman var fundið út mánaðargjald, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn. Sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu …

Trúnaðarráð StéttVest mótmælir árásum á launafólk

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fundur trúnaðarráðs og trúnaðarmanna Stéttarfélags Vesturlands haldinn fimmtudaginn 2. október 2014, mótmælir harðlega frumvarpi til fjárlaga 2015 sem lagt hefur verið fram. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga til baka þær árásir á kjör og réttindi  launafólks, sem í frumvarpinu felast. Þau atriði sem einkum er mótmælt eru eftirfarandi:   Hækkun á virðisaukaskatti á matvörur Skerðing  á rétti til atvinnuleysisbóta …

Spurningakönnun fyrir félagsmenn

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands undirbýr nú kjaraviðræður vetrarins, þar sem samningar eru lausir 28. febrúar 2015. Til að kanna hug félagsmanna til kröfugerðar var ákveðið að leggja spurningakönnun fyrir félagsmenn. Til að svara könnuninni þarft þú að hlaða niður spurningakönnuninni hér, fylla hana út og senda Stéttarfélagi Vesturlands í pósti á Sæunnargötu 2a, 310 Borgarnes eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is.  Forsvarsmenn félagsins gera ráð fyrir …

Húsafell laust um næstu helgi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofshúsið í Húsafelli er laust um komandi helgi, frá 12.- 14. sept. Hafið samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í s. 430 0430 eða á stettvest@stettvest.is til að bóka. Fyrstur kemur fyrstur fær!    

Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbókum á þremur skiptibókamörkuðum. Griffill oftast með lægsta verðið Af nýjum skólabókum átti A4 Skeifunni til flestar bækur eða 30 af …

Enn aukast álögur á sjúklinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir rannsóknir og sérfræðilæknisþjónustu hækkaði óvænt þann 7. júlí síðastliðinn. Hækkunin kemur í kjölfar mikilla hækkana á heilbrigðisþjónustu í upphafi þessa árs. Alþýðusambandið gagnrýnir hækkanirnar harðlega en þær eru langt umfram almennar verðlagshækkanir og þau fyrirheit sem stjórnvöld gáfu um aðhald í verðlagsmálum í upphafi árs. Vaxandi greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu leggst þungt á sjúklinga og tekjulága hópa …