Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands ákvað á fundi sínum 12. maí að fresta verkfallsaðgerðum 19. og 20. maí. Vinnustöðvanirnar munu því koma til framkvæmda með eftirfarandi hætti, hafi samningar ekki náðst fyrir nefndar dagsetningar: Allsherjar vinnustöðvun 2. og 3. júní 2015 frá miðnætti til miðnættis (48 tímar) Ótímabundinni allsherjar vinnustöðvun sem hefjast átti 26. maí er frestað til 6. júní 2015. Hér …
Atkvæðagreiðsla sendur yfir hjá LÍV og Samiðn er næst!
Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Deild verslunar- og skrifstofufólks eru þessa dagana að greiða atkvæði um verkföll. Samiðn hefur einnig beint því til aðildarfélaga sinna að hefja undirbúnig atkvæðagreilsu. Samninganefnd Stétt Vest hefur samþykkt að láta fara fram rafræna kosningu meðal sinna félaga og er verið að undirbúa og yfirfara kjörskrá vegna hennar. Atkvæðagreiðslunni hjá LÍV lýkur á mánudag 19. maí. Hafi …
Stétt Vest afturkallar samningsumboðið frá SGS
Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands samþykkti á fundi 12. maí að draga umboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands. Formaður félagsins hefur varað mjög við því að gerðir séu samningar við einstaka fyrirtæki, í stað þess að semja við Samtök atvinnulífsins um aðalkjarasamning sem gildi fyrir alla þá sem greiddu atkvæði vegna boðaðra verkfalla. Þarna hefur verið í raun um grundvallar ágreining …
Fundur í trúnaðarráði og með trúnaðarmönnum!
Áríðandi fundur í kvöld 4. maí kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 a. Borgarnesi Fundarefni: Tillaga um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Deild verslunar og skrifstofufólks. Fréttir af gangi viðræðna hjá SGS. Skráning verkfallsvarða. Önnur mál. Stjórnin
Mætum öll á hátíðar og baráttufundi 1. maí!
Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir hátíðar og báráttufundum í Borgarnesi og Búðardal í samstarfi við Kjöl stéttarfélag og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu á 1. maí. Hægt er að skoða dagskrána í Hjálmakletti hér og í Dalabúð hér.
Verkfall er hafið hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Nú kl. 12 hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, bæði eftir almenna samningnum og eins eftir samningi um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaðir, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Allir félagsmenn sem starfa eftir þessum tveimur samningum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfsmenn sem eru í öðrum stéttarfélögum en starfa innan félagssvæðisins í störfum sem …
Verkfallsverðir óskast!
Hverjir fara í verkfall?Það er verkafólkið á almenna markaðnum sem starfar eftir tveimur kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, og Stéttarfélag Vesturlands á aðild að(ekki starfsmenn ríkisins eða sveitarfélaga, ekki verslunar- og skrifstofufólk og ekki iðnaðarmenn). 30. apríl 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis …
Stéttarfélag Vesturlands samþykkir verkfallsboðun!
Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa eftir samningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands hefur gert fyrir þeirra hönd, hafa nú samþykkt að boða til verkfalla. Á kjörskrá vegna aðalkjarasamnings voru 205 félagsmenn, 77greiddu atkvæði eða 37,56%, já sögðu 69 eða 89,61%. Nei sögðu 8 eða 10,39%. Færri voru á kjörskrá vegna samningsins um störf í veitinga- og gististöðum og …
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hefst á mánudag
Ný atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hefst mánudaginn 13. apríl nk. kl. 8:00 og lýkur 20. apríl kl 24:00. Ný kjörgögn hafa verið send þeim félagsmönnum sem vinna skv. viðkomandi kjarasamningum og ættu þau að berast í pósti á mánudag. Hér er hægt að nálgast bæklinginn sem fylgir kjörgögnunum.
Rangt nafn á orlofshúsi á umsóknareyðublaði
Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem fyllt hafa út umsóknir um sumarbústaði, eða hyggjast gera það á næstu dögum, eru beðnir að athuga að þau leiðu mistök urðu við uppsetningu orlofsblaðsins að rangt nafn á sumarhúsi slæddist inn á eyðublaðið. Þar sem standa átti „Kiðárskógur 1‟, stendur „Nónhvammur – Grímsnesi“. Nónhvamminn buðum við upp á í fyrra en ekki núna.Beðist er …