Hægt hefur miðað í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga en kjarasamningurinn rann út 1. maí síðast liðinn. Starfsgreinasamband Íslands fer með umboð Stéttarfélags Vesturlands og 12 annarra félaga innan sambandsins. Formaður Stétt Vest leiðir þann hóp eins og í mörgum fyrri samningum við sveitarfélögin. Líkt og í fyrri samningum hafa Flóafélögin samflot um kjaraviðræður. Það eru þessi 16 SGS félög …
Laus vika í Furulundi 20.-27. júní
Af óviðráðanlegum orsökum losnaði vikan 20.-27. júní í Furulundi á Akureyri. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Laus vika í Nónhvammi í Grímsnesi!
Enn er laus næstkomandi vika í Nónhvammi í Grímsnesi, hér má sjá upplýsingar um húsið í Nónhvammi, vikan sem um ræðir er frá 13. – 20. júní. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Enn eru lausar vikur í orlofshúsum og íbúð Stéttvest
Nú er fyrri og seinni úthlutun orlofshúsa og íbúða Stéttarfélags Vesturlands lokið. Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá hvaða vikur eru enn lausar, það sem er skyggt er farið en hvítir reitir tákna lausar vikur. Nú gildir fyrstur kemur fyrstur fær og þá er um að gera að skella sér á lausu vikurnar sem allra fyrst! Vinsamlegast hafið samband …
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands 14. maí
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn 14. maí nk. kl. 20:00. Hægt er að finna dagskrá fundarins hér Laganefnd félagsins hefur lagt til breytingar á 12. og 14. grein laga félagsins. Hægt er að finna þær hér Með breytingum þessum er verið að skerpa á ákvæðum varðandi kosningu í stjórn og hvenær nýkjörnir formenn deilda taka sæti í stjórninni. Einnig eru …
Ertu nokkuð að klúðra sumarfríinu?
Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað sumarbústað í fyrstu umferð þurfa að hafa greitt kröfuna í heimabankanum, fyrir mánudaginn 12. maí. Þann dag munum við úthluta þeim vikum sem verða ógreiddar. Þá hafa menn tíma til 23. maí til að greiða eftir aðra úthlutun. Eftir 23. maí gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær vegna þeira vikna sem þá verða eftir. Stéttarfélag …
1. maí baráttudagur verkafólks
Þú getur nálgast dagskrána í Borgarnesi hér Þú getur nálgast dagskrána í Búðardal hér Stéttarfélag Vesturlands hvetur félagsmenn sýna til að taka þátt í hátíðar og baráttu fundum í Hjálmakletti og Dalabúð.
SGS samningur við ríkið samþykktur!
Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%. Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði. Greidd verður …
Kynningarfundur um raunfærnimat þann 14. apríl
Næsta mánudag kl. 17.30 verður haldinn kynningarfundur um raunfærnimat í húsakynnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á Akranesi. Fundurinn er öllum opinn og vonumst við eftir þátttöku sem flestra. Þú getur kynnt þér raunfærimat hér
Kynningarefni vegna samkomulags SGS við Ríkið
Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni í framhaldi af undirritun samkomulags SGS við ríkið frá 1. apríl sl. Í kynningarefninu má m.a. finna upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku Nálgast má glærusýningu hér. Hér má nálgast kynningarbækling.