Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa skv. kjarasamningum SGS felldu samninginn í atkvæðagreiðslunni sem lauk í gær kl. 16:00. Félagsmenn í Iðnsveinadeild og deild verslunar og skrifstofufólks samþykktu kjarasamninga Samiðnar og LÍV. Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 707 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og landssambanda þess við SA frá 21.des. 186 kusu eða 26,31 %. Hjá Iðnsveinadeild voru 44 á …
Atkvæðagreiðslu um samningana lýkur á morgun
Nú fer hver að verða síðastur að greiða atkvæði um kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember sl. Atkvæðaseðlar sem berast Stéttarfélagi Vesturlands eftir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. janúar 2014 verða ekki taldir með. Talin verða atkvæði í hverri deild félagsins fyrir sig, þ.e. Deild verslunar- og skrifstofufólks, Iðnsveinadeild og síðan hjá almennu verkafólki innan SGS. Niðurstöður úr talningu atkvæða verða ekki birtar fyrr en …
Kjarasamningarnir kynntir á félagssvæðinu
Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfunda vegna kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 21. desember. Fundirnir verða sameiginlegir fyrir aðildardeildir landssambandanna SGS, LÍV og Samiðnar, sem öll eiga aðild að samningunum. Borgarbyggð í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a 9. jan. kl. 20:00Hvalfjarðarsveit í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3 13. jan. kl. 17:00Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu Miðbraut 11 14. jan. kl. 17:00 Kosið verður um …
Áríðandi fundur trúnaðarráðs og manna
Stéttarfélag Vesturlands boðar til áríðandi fundar trúnaðaráðs og túnaðarmanna á vinnustöðum Þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Fundarefnið er kynning á kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 21. desember sl. og gilda fyrir verkafólk á almennum markaði, verslunar- og skrifstofufólk og iðnaðarmenn. Stjórn Stéttarfélags Vesturlands
Kjarasamningur undirritaður 21. desember
Stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 21. desember sem er svokallaður aðfarasamningur. Samningurinn hefur það að markmiðið að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Aðilar skuldbinda sig jafnframt að hefja strax á nýju ári vinnu við langtímasamning. Hér er hægt að nálgast skjal þar sem reifuð eru helstu atriði samningsins.
Félagsfréttir Stéttarfélags Vesturlands í desember
Stéttarfélag Vesturlands gaf að venju út Félagsfréttir nú í desember. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu hér. Stéttarfélag Vesturlands óskar félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Vesturlands gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Kjaraviðræðum ASÍ og SA var slitið í gær.
Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lága verðbólgu. Ágætur árangur hefur náðst um umgjörð slíks samnings. Í gærdag kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur við SA um launalið væntanlegs samnings, einkum það sem snýr …
Breyting á starfsreglum Starfsmenntasjóðs SVS
Samþykktar hafa verið nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleyft að ávinna sér inn réttindi hraðar. Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun. Samkvæmt núverandi kerfi safna félagsmenn stigum eftir því hvað þeir fá í tekjur. Kerfið er því tekjutengt. Samkvæmt nýju …
Skorað á sveitarfélögin að hækka ekki gjaldskrár!
Stéttarfélag Vesturlands hefur sent sveitarstjórnum á félagssvæði sínu eftirfarandi áskorun: Efni: Stöndum saman gegn verðbólgu en með stöðugleika og auknum kaupmætti launafólks Stéttarfélag Veturlands skorar á sveitarstjórnir á félagssvæði sínu að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar, sem tók ákvörðun um að hækka ekki gjaldskrár borgarinnar um næstu áramót. Borgarstjórn hafði tekið ákvörðun um að hækka gjaldskrár vegna ýmissa þjónustuliða og …
Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands
Fjórða þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk rétt eftir hádegi sl. föstudag á Akureyri. Samþykktar voru fjórar ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál, kjaramál og ríkisfjármál. Að auki var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt og fræðslustefna Starfsgreinasambands Íslands. Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja …