Starfsmaður í sumarafleysingar

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Stéttarfélag Vesturlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í 3 mánuði í sumar. Áhugasamir sendi inn umsóknir fyrir 12. maí.       Stéttarfélag Vesturlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í 3 mánuði í sumar. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, eiga gott með samskipti og auðvelt með að tileinka sér ný vinnubrögð. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sjöfn Elísa Albertsdóttir …

Grétar Þorsteinsson ávarpaði Borgnesinga 1. maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1. maí 2010, BorgarnesÁvarp Grétars Þorsteinssonar, fyrrverandi forseta ASÍ FélagarÞað er mér mikill heiður að fá að ávarpa ykkur Borgfirðinga á 1. maí. Ég átti sannast sagna ekki von á því að fá tækifæri til að flytja 1. maí-ávarp eftir að ég lét af störfum sem forseti ASÍ. Það er mikill órói í íslensku samfélagi í dag. Það er óvissa …

Hátíðar – og baráttufundur 1. maí 2010 í Borgarnesi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands  og  Kjölur, stéttarfélag starfsmanní almannaþjónustu standa saman að hátíðar og baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýsins í Borgarnesi.   Hátíðarhöldin verða í Hótel Borgarness oghefjast kl. 14.00 Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur3. Ræða dagsins: Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ4. Tónlistaratriði nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar5. Suðuramerísk sveifla: Nemendur  Evu Karenar Þórðardóttur6. Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ  7. Internasjónalinn Kynnir verður …

85% sögðu já við nýjum kjarasamningi Norðuráls

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Norðuráls lauk á hádegi. Atkvæði hafa verið talin og það er óhætt að segja að samningurinn hafi fallið í góðan jarðveg hjá starfsmönnum en 85,4% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já.   Það voru um 90% þeirra sem höfðu kosningarétt sem tóku þátt:   426 greiddu atkvæði Já sögðu 364 eða 85,4% Nei sögðu 62 eða 14,5% 1 skilaði …

Skrifað undir kjarasamning við Norðurál í nótt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Laust eftir miðnætti var skrifað undir kjarasamning við Norðurál í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með undirrituninni lauk hartnær sex mánaða langri samningalotu. Síðasti sáttafundurinn hófst kl. 09:00 árdegis og lauk eins og áður sagði laust eftir miðnætti. Samninginn undirrituðu fulltrúar þeirra fimm stéttarfélaga sem að samningnum standa, en þau eru Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Félag iðn- og tæknigreina (FIT), Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) og VR. Samningarnir …

Byggingamenn athugið!

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Námskeið í brunaþéttingum 16. apríl, síðasti skráningardagur er 9. apríl. Verð til félaga í iðnsveinadeild aðeins kr. 3.000. Ekki missa af þessu bráðnauðsynlega námskeiði! Iðnsveinadeild Stéttarfélags Vesturlands í samstarfi við Iðuna fræðslusetur, áformar að halda námskeið í Brunaþéttingum þann 16. apríl kl. 13:00 til 17:00 ef næg þáttaka fæst. Skráningar þurfa að berast skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í síðasta lagi föstudaginn 9. apríl nk. í …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður 15. apríl

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2 a, Borgarnesi fimmtudaginn 15. apríl 2010, kl. 20,00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum2. Endurskoðun bótareglna- og reglugerðar  Sjúkrasjóðs3. Kynning á starfsemi Virk endurhæfingarsjóðs ogstarfi ráðgjafa stéttarfélagsins, tengdum sjóðnum4. Önnur mál Verður heppnin með þér í ár? Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðnig.  Glæsilegar veitingar í fundarlok. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! …

Sumarhúsin

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Skilafrestur umsókna um sumarhúsin er til föstudagsins eftir sumardaginn fyrsta! 23. apríl 2010   

Olofshúsablaðið 2010 er komið út – margt í boði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Stéttarfélag Vesturlands óskar félagsmönnum gleðilegs sumars og minnir um leið á orlofshúsin og orlofsíbúðirnar, sem félagið býður upp á sumarið 2010.  Leiguverð orlofshúsa og orlofsíbúða verður það sama og síðustu þrjú sumur.Sem sagt verðið er mjög hóflegt, eða kr. 15.000 fyrir vikuna.   Umsóknir um orlofshúsin þurfa að berast skrifstofu Stéttarfélagsins í Borgarnesi í síðasta lagi 23. apríl n.k.  Gert …

Minnum á aðalfundi allra deilda félagsins í kvöld kl. 20

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, í Borgarnesi þriðjudaginn 30. mars 2010, kl. 20:00 DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf  Iðnsveinadeildar, Deildar verslunar og      skrifstofufólk, Deildar starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögunum, Iðnaðar- mannvirkja  og stóriðjudeildar og Matvæla- flutninga og þjónustudeildar2. Kynning á á úrræðum fyrir skuldsett heimiliMagnús Norðdal lögmaður ASÍ3. Aðkoma stéttarfélaganna að þjónustu við atvinnulausaHalldór Grönvold hagfræðingur ASÍ4. Önnur mál       …