Stéttarfélag Vesturlands óskar félagsmönnum gleðilegs sumars og minnir um leið á orlofshúsin og orlofsíbúðirnar, sem félagið býður upp á sumarið 2010. Leiguverð orlofshúsa og orlofsíbúða verður það sama og síðustu þrjú sumur.Sem sagt verðið er mjög hóflegt, eða kr. 15.000 fyrir vikuna. Umsóknir um orlofshúsin þurfa að berast skrifstofu Stéttarfélagsins í Borgarnesi í síðasta lagi 23. apríl n.k. Gert …
Minnum á aðalfundi allra deilda félagsins í kvöld kl. 20
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, í Borgarnesi þriðjudaginn 30. mars 2010, kl. 20:00 DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf Iðnsveinadeildar, Deildar verslunar og skrifstofufólk, Deildar starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögunum, Iðnaðar- mannvirkja og stóriðjudeildar og Matvæla- flutninga og þjónustudeildar2. Kynning á á úrræðum fyrir skuldsett heimiliMagnús Norðdal lögmaður ASÍ3. Aðkoma stéttarfélaganna að þjónustu við atvinnulausaHalldór Grönvold hagfræðingur ASÍ4. Önnur mál …
Áríðandi fundur með starfsmönnum Norðuráls!
Sameiginlegur fundur með félagsmönnum þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að kjarasamningnum við Norðurál, verður haldinn mánudaginn 29. mars kl. 20:30 íGamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi. Fundarefni: Staðan í kjaraviðræðunum. Stéttarfélag Vesturlands skorar á félagsmenn sína að mæta á fundinn. Miðvikudaginn 31. mars, kl. 14:00 verður haldinn fundur í Borgarnesi, Sæunnargötu 2a, um sama málefni fyrir þá sem ekki geta …
Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar 2010
Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2010, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila til formanns kjörstjórnar, Sveins G. Hálfdánarsonar, Kveldúlfsgötu 16, Borgarnesi, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 6. apríl 2010. …
Atvinnulausir félagsmenn Stéttarfélagsins í heilsurækt
Stéttarfélag Vesturlands og Borgarbyggð hafa gert með sér samkomulag um að atvinnulausir félagsmenn í Stéttarfélaginu fái aðgang að Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi gegn mjög vægu gjaldi. Samkomulag þetta byggir á samkomulagi ASÍ og líkamsræktarstöðva um afslátt á mánaðarkortum til atvinnulausra félagsmanna stéttarfélaga. Félagsmaður í Stéttarfélagi Vesturlands sem lætur draga félagsgjöld af atvinnuleysisbótum, greiðir kr. 500 fyrir mánaðarkortið og félagið leggur kr. …
Miklar sveiflur á greiðslum sjúkradagpeninga milli ára
Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands greiðir félagsmönnum sínum dagpeninga vegna langvarandi veikinda, þegar greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur. Mjög erfitt er að spá fyrir um hversu háar upphæðir fara til þessa verkefnis. Oft hafa menn haldið því fram að tengsl séu milli greiðslubyrði úr sjúkrasjóðnum og atvinnuástands. Árið 2007 voru greiddar út rúmar sex milljónir króna, sem segja má að sé mjög lág upphæð …
Forvarnir í fyrirrúmi – Vinnuverndarráðstefna
Þann 4. febrúar nk. verður haldin vinnuverndarráðstefna Vinnueftirlitsins og VÍS í aðalskrifstofu VÍS, á 5. hæð í Ármúla 3. Boðið verður upp á mörg áhugaverð erindi en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Skráning fer fram á heimasíðu VÍS, www.vis.is. Opin ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins 2010Forvarnir í fyrirrúmi Tími: Fimmtudaginn 4. febrúar 2010, kl. 13:00 – 16:00 Staður: Aðalskrifstofa VÍS, Ármúli 3, 5. …
Starfsendurhæfingarráðgjafi kemur til starfa
Stéttarfélögin á norðanverðu Vesturlandi hafa ráðið Helgu Karlsdóttur sem starfsendurhæfingarráðgjafa fyrir félagsmenn sína. Helga tilheyrir hópi að minnsta kosti 18 ráðgjafa sem ráðnir hafa verið af stéttarfélögum allt í kringum landið í samvinnu við Virk- starfsendurhæfingarsjóð. Hún mun hefja störf 1. febrúar nk. og verður aðalskrifstofa hennar hjá Stéttarfélagi Vesturlands, en hún mun fara um svæðið, sinna félagsmönnum og kynna …
Ertu með hugmynd í kollinum?
Nú eru styrkir til atvinnu-mála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. …
Sjóðfélagafundur Stafa lífeyrissjóðs í Borgarnesi
Stafir lífeyrissjóður boðar til sjóðfélagafundar í sal Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54 í Borgarnesi, fimmtudaginn 14. janúar 2010 kl. 20:00. Guðsteinn Einarsson varaformaður stjórnar Stafa lífeyrissjóðs og Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Stafa, fjalla um stöðu og starfssemi sjóðsins og svara fyrirspurnum. Sjóðfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér málefni sjóðsins.