Mikil óvissa um framgang viðræðna ASÍ og SA

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í viðræðum samninganefndar ASÍ við fulltrúa SA í dag var tekist á um tímasetningar launahækkana í gildandi kjarasamningi. SA hafði í síðustu viku lagt til að taxtahækkunum, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí 2009, verði skipt í tvennt þannig að helmingur komi til framkvæmda þá og helmingur þann 1.nóvember 2009 og að ákvæðum svokallaðrar launaþróunartryggingar m.v.3,5% s.l. 12 mánuði …

Gríðarleg aðsókn í sumarhúsin!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Umsóknum í sumarútleigu orlofshúsa og íbúða hjá Stéttarfélagi Vesturlands fjölgaði um 50% milli ára.  Boðnar voru 66 vikur til útleigu í 5 húsum, en umsóknirnar voru 76. Mestur vandinn er þó sá að flestir umsækjendur vilja fá hús, sömu vikurnar í júlí.Síðasti dagur til að borga fyrir þær vikur sem þegar hefur verið úthlutað er föstudagurinn 22. maí. Mánudaginn 25. …

Ályktun ASÍ um greiðsluvanda heimilanna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. Miðstjórnin krefst þess að stjórnvöld tryggi þegar að heimili í vanda geti nýtt sér þau úrræði sem eiga að standa þeim til boða. Til þess að svo verði þarf m.a að: ·  …

Mótmæli á Austurvelli kl. 13:00 í dag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu.  ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin. Í tilkynningu frá samtökunum Nýir tímar segir m.a.:  „Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að …

Sterk staða Stéttarfélags Vesturlands þrátt fyrir áföll

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur. Á dagskrá fundarins voru auk venjulegra aðalfundastarfa, breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs og húsnæðismál, bæði er varða skrifstofuna að Sæunnargötu 2a og Orlofssjóðsins. Einnig mætti á fundinn Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Festu, lífeyrissjóð og kynnti málefni sjóðsins. Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur. Á …

Byggjum réttlátt þjóðfélag – yfirskrift 1. maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Yfirskrift alþjóðlegs baráttudags launafólks í ár er Byggjum réttlátt þjóðfélag! Það er mikilvægara nú en nokkru sinni á seinni árum að verkalýðshreyfingin standi vaktina og tryggi að ekki verði vegið að undirstöðum velferðarinnar.  

1. Maí í Borgarnesi og Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1. Maí hátíð verður haldin á Hótel Borgarnesi. Dagskráin hefst kl. 14:00   Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands.2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur.3. Hátíðarræða: Baldur Jónsson ritari Stéttarfélags Vesturlands.4. Tónlistaratriði nemenda Heiðarskóla.5. Nemendur í tónlistarvali úr Grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum flytja nokkur lög 6. Dúettinn Davíð Ólafsson og Stefán H. Stefánsson7. Samkór Mýramanna  8. Internasjónalinn Kynnir verður Signý Jóhannesdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á …

Nýr vefur í loftið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr vefur Stéttarfélags Vesturlands fer í loftið bráðum.  Hann er alveg frábær finnst okkur

Nýr vefur Stéttvest

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Nýr vefur Stéttvest var formlega opnaður á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands þann 28. apríl kl. 20:00  

Atvinnuleysi á Vesturlandi um 6% um mánaðamótin

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, er atvinnuleysi í lok febrúar um 6% á Vesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er það 8,5% en tæp 14% á Suðurnesjum. Atvinnuleysi á Suðurlandi er um 7% og rúm 9% á Norðurlandi eystra. Annars staðar á landinu er það minna. Við dagslok í dag voru atvinnulausir alls 540 á Vesturlandi, þar af 313 karlar og 227 konur. Verulega …