Tryggjum öryggi okkar allra – Be safe

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu félagsmenn  Eins og ástandið er í samfélaginu teljum við ábyrgt að benda félagsmönnum okkar á að nýta frekar rafræn samskipti og síma þar sem því er við komið. Hægt er að sækja um styrki í sjúkrasjóð og sjúkradagpeninga hér  og í menntasjóði er hægt að prenta út umsóknir hér: Verslunar og skrifstofufólk, Landsmennt,  Sveitamennt, Ríkismennt. Netfangið okkar er stettvest@stettvest.is og …

Þing Alþýðusambands Íslands 2020

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fulltrúakjör Samkv. lögum Stéttarfélags Vesturlands skal viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við val fulltrúa á þing ASÍ. Félagið á rétt til að senda 3 fulltrúa á þingið, sem verður rafrænt 21.október 2020. Síðan er stefnt að því að halda framhaldsþing í maí 2021. Framboðslistum, þar sem tilgreindir eru 2 aðalfulltrúar frá SGS-deildunum og 1 frá LÍV-deild og jafnmargir varafulltrúar, ásamt tilskyldum fjölda meðmæla …

Fundarboð trúnaðarráð/samninganefnd Stétt Vest ath breyttur fundarstaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ATH. Flytjum fundinn í Hjálmaklett – Menntaskóla Borgarfjarðar Boðaður er áríðandi fundur í trúnaðarráði/samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands í Alþýðuhúsinu  Hjálmakletti kl: 20:00 mánudaginn 21.september nk. fundarboð 21.9.20 Fundarefni Standast forsenduákvæði kjarasamninga – Henný Hinz hagfræðingur ASÍ mætir á fundinn Kjör fulltrúa á 44. þing ASÍ Kjör uppstillingarnefndar Staðan í samningum við Norðurál önnur mál Formaður

Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands boða verkfall hjá Norðuráli

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga tóku ákvörðun í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stóð frá hádegi  1. september til hádegis þann 4. september 2020, um að boða ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember 2020. Vinnustöðvunin verður framkvæmd í samræmi við gr. 8.11.2 í kjarasamningi aðila. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru með eftirfarandi hætti: Á kjörskrá voru 34 Atkvæði …

Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Norðuráli á Grundartanga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga sem eru félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands, hafa samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá þeim félagsmönnu sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga, þar sem lítið hefur þokast í samningamálum. Kjarasamningar aðila hafa verið lausir frá 1. Janúar 2020. Um er að ræða ótímabundið verkfall sem hefst á miðnætti aðfararnótt 8. des. 2020 og verður framkvæmt …

Haust í sumarhúsi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við vekjum athygli á því að núna er síðasta vikan af sumrinu í sumarhúsnum okkar. Laust er í Flókalundi og á Flúðum og tilvalið að nýta sér haustbyrjunina í smá fríi og heitum potti. Þá vekjum við einnig athygli á því að við erum búin að opna fyrir haustið og Húsafell er komið aftur í leigu. Það er hægt að …

„Sálinn“ og samfélagið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélög á Íslandi eru ótrúlega mörg og ólík. Sum eru fámenn og gæta hagsmuna mjög afmarkaðra hópa, önnur eru svo fjölmenn að iðgjaldagreiðendur teljast í tugum þúsunda. Til eru félög sem ná yfir stóra landshluta og önnur sem starfa í einu afmörkuðu sveitarfélagi. Síðan eru það landsfélögin, sem hafa innan sinna vébanda starfsfólk í tilteknum greinum óháð því hvar fólk …

Ennþá eru nokkrar vikur lausar í sumarhúsum í ágúst

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Endilega kíkið á vefinn  https://orlof.is/stettvest/site/rent/rent_list.php   Það eru ennþá nokkrar vikur lausar í ágúst – það er um að gera að nýta sér þetta góða aðgengi að sumarhúsum sem félagið bíður 🙂

Íbúðin í Reykjavík laus næstu tvær helgar!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Vegna forfalla er íbúð félagsins að Ásholti 2 í Reykjavík laus frá 10. júlí til 20. júlí. Nú er upplagt að grípa tækifærið og dvelja í rólegheitum í borginni meðan borgarbúar þvælast um á landsbyggðinni 🙂 https://orlof.is/stettvest/site/rent/rent_list.php