Kynningarfundir vegna samninga við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir kynningarfundum að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi vegna viðauka við kjarasamninginn við Norðurál, sem undirritaður var sl. föstudag. Um er að ræða tvo fundi, sá fyrri kl. 20:15 miðvikudaginn 28. sept. og sá síðari kl. 16:00 föstudaginn 30. sept. Hægt verður að greiða atkvæði að fundum afloknum. Starfsmenn Norðuráls eru hvattir til að fjölmenna á fundina. Einnig …

Stéttarfélögin fimm semja við Norðurál

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands, ásamt Fit, VR, RSÍ og Vlfa,  skrifuðu undir samkomulag um launalið kjarasamningsins við Norðurál í dag, 23. september. Um er að ræða viðauka við kjarasamning þessara aðila frá 19. apríl 2010. Verði viðaukinn samþykktur, þá munu laun starfsmanna Norðuráls hækka frá og með 1. janúar 2011 um 5,35% og aftur 1. desember 2011  um 5,35%. Næsta hækkun kemur svo 1. janúar …

Fjölskyldudagur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við minnum á fjölskyldudaginn sem fyrirhugaður er fyrir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands og fjölskyldur þeirra. Við höfum framlengt skráningarfrestinn til kl. 16:00 á föstudag. Smellið á myndina til að sjá nánar um ferðina og hvað verður í boði.  

Vegna yfirvofandi verkfalls Félags Leikskólakennara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum hefur Félag Leikskólakennara boðað verkfall frá og með 22. ágúst nk. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Þar sem nokkrir félagsmenn í opinberu deild Stéttarfélags Vesturlands starfa við hliðina á leikskólakennurum, sem hugsanlega fara í verkfall, er nauðsynlegt að hafa í huga hvað gæti talist verkfallsbrot, þ.e.a.s. verði túlkað þannig að …

Íbúðin í Furulundi 8 laus vikuna 12.-19. ágúst

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Af ófyrirsjáanlegum orsökum var íbúðin í Furulundi 8 á Akureyri að losna vikuna frá 12. til 19. ágúst. Hafið samband við skrifstofu Stéttvest ef áhugi er fyrir hendi í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is   Fyrstur kemur fyrstur fær!   

Lausar vikur í orlofshúsum og orlofsávísanir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nokkrar vikur eru enn lausar í orlofshúsum og íbúðum Stéttarfélagsins. Til að sjá lausar vikur smellið hér. Til að festa sér viku þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í s. 430 0430 eða senda tölvupóst á stettvest@stettvest.is   Einnig eru enn til 23 orlofsávísanir með Icelandair. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stéttarfélagsins til að panta þær. Síminn er 430 0430 eða sendið …

Opnunartími skrifstofa Stéttarfélagsins í júlí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofan í Hvalfjarðarsveit verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa starfsfólks Stéttarfélagsins.   Skrifstofan í Búðardal, sem er opin annan hvern fimmtudag, verður lokuð þann 7. júlí en næsti opnunardagur verður 21. júlí frá kl. 9:30 til 12:30.   Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta gæti valdið. Við bendum á að skrifstofan í Borgarnesi er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. Síminn …

Kjaraviðræður við sveitarfélögin í hörðum hnút

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 9. júní sl. slitnaði upp úr viðræðum SGS og Flóafélaganna við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðræður hafa staðið með hléum síðan um áramót. Samningarnir runnu út 30. nóvember 2010 og lagði SGS fram kröfur sínar þann 7. desember. Ein af ástæðunum fyrir því að samningar hafa dregist er að beðið var eftir því að samið yrði á almenna vinnumarkaðnum. …

Ríkið og SGS semja á sömu nótum og aðrir!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Samninganefnd Starfsgreinasambandsis fyrir hönd aðildarfélaga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir kjarasamninga miðvikudaginn 1. júní.   Samninganefndin er mjög sátt með að hafa náð að tryggja fólki þær launahækkanir sem samið var um á almenna markaðnum.   Vert er að vekja athygli á því að samningurinn er tveimur mánuðum lengri en kjarasamningur SGS við SA en hann rennur út …