Á níunda tímanum á þriðjudagskvöld undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 kr. en laun í launaflokki 11 og ofar hækka um …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Við minnum félagsmenn á aðalfund deilda sem fram fer í kvöld kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla- flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1. Bifrastarrektor á bjartsýnum nótum. Vilhjálmur Egilsson rektor ræðir um tækifæri í héraðinu. Spurningar og umræður. 2. Kaffihlé 3. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna …
Orlofsblað Stéttvest 2014 komið út!
Nú ætti orlofsblað Stéttarfélagsins að vera að detta inn um bréfalúgur félagsmanna. Kennir þar ýmissa grasa í framboði orlofskosta fyrir sumarið 2014. Hægt er að skoða blaðið hér á vefnum, á pdf sniði með Acrobat Reader forritinu, með því að smella á myndina. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað á pdf sniði hér.
Sáttatillagan samþykkt með 78,3% atkvæða!
Niðurstaða vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara sem undirrituð var 21. febrúar sl. vegna kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn nær til þeirra félagsmanna sem starfa á almennum markaði, eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands.Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 420, 92 kusu eða 21,9%. Já sögðu 72 eða 78,3%, nei sögðu 20 eða 21,7%.Niðurstaðan er því sú að sáttatillagan var samþykkt …
Allt að 218% verðmunur á appelsínum!
Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðsvegar um landið þann 25. febrúar, en farið var í lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúðir. Hæsta verðið var oftast að finna í klukkubúðinni 10/11 Akureyri eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 9% …
Atkvæðagreiðslu lýkur að morgni 7. mars!
Kjörgögn hafa verið send út til þeirra félagsmanna sem vinna eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Sá samningur var felldur í atkvæðagreiðslu og er nú verið að greiða atkvæði um tillögu ríkissáttasemjara til lausnar á deilunni. Hægt er að nálgast kynningu á sáttatillögunni hér og kynningu á samningnum hér. Kynningarfundur um samninginn verður nk. mánudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins …
Ríkissáttasemjari leggur til lausn á kjaradeilu!
Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson, lagði fram tillögu til að sætta deilu milli Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins eftir að kjarasamningurinn sem undirritaður var 21. desember sl. var felldur í atkvæðagreiðslu í almennri deild félagsins. Tillagan fer hér á eftir: Sáttatillaga frá 20. febrúar 2014 Til eftirtalinna samningsaðila:Flóabandalagsins, þ.e. Eflingar, Hlífar og VSFK, Einingar-Iðju, Bárunnar stéttarfélags, Öldunnar stéttarfélags, Stéttarfélagsins Samstöðu, Stéttarfélags Vesturlands, …
Úrskurðarnefnd féllst á túlkun Stéttvest
Tryggingastofnun ríkisins hefur hingað til hagað upphafsgreiðsludegi endurhæfingarlífeyris þannig að greiðslur hefjist ekki fyrr en fyrsta dag næsta mánaðar eftir að veikindarétti og greiðslurétti úr sjúkrasjóði er lokið. Þessu hefur nú verið hrundið og greiðslur eiga að hefjast samdægurs. Í kærumáli til Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 240/2013 frá 29.1 2014 (óbirtur), sem Stéttarfélag Vesturlands f.h. félagsmanns síns fór með fyrir nefndina …
Íbúðin á Akureyri laus v. forfalla
Íbúð Stéttarfélagsins við Furulund á Akureyri var að losna helgina 14. – 16. febrúar vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu til að bóka íbúðina í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Berjumst gegn kennitöluflakki og svartri atvinnustarfsemi
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands ákvað á stjórnarfundi þriðjudaginn 28. janúar sl. að senda eftirfarandi áskorun til sveitarstjórna á starfssvæði sínu um opinber útboð og innkaup: „Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á sveitarstjórnirnar á starfssvæði sínu að styðja við samstarf aðila vinnumarkaðarins um átak gegn svartri atvinnustarfsemi. Mikilvægt er leggjast gegn hvers kyns gerviverktöku, t.d. í byggingariðnaði, þjónustutengdri mannvirkjagerð og veitingastarfsemi. Auka þarf …