Fréttaatilkynning frá Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Frír aðgangur að námskeiðum Allt sem hugurinn girnist, bæði starfsmiðuð námskeið og almenn námskeið, árs áskrift eða stök námskeið. Endilega skoðaðu framboðið og sjáðu hvort eitthvað hittir í mark hjá þér! Sjóðirnir hafa gert samninga við eftirtalda aðila: https://www.mognum.is/ (Mögnum) https://taekninam.is/ (Tækninám) https://frami.is/ (Frami) http://www.ntv.is/ (Nýi tölvu-og viðskiptaskólinn) https://netkennsla.is/ (Netkennsla) https://gerumbetur.is/ (Gerum betur) https://island.dale.is/ (Dale Carnegie) https://fraedslumidstodvar.is/ (Sjá hér allar …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Hjálmakletti, Borgarnesi miðvikudaginn 27. maí kl 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum Breytingar á bótareglum sjúkrasjóðs Önnur mál   Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning.    Glæsilegar veitingar. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! Stjórn Stéttarfélags Vesturlands

Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir miðvikudaginn 20. maí kl.19:00 í Hjálmakletti Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: Kjarakönnun Stéttarfélags Vesturland –  Unnin af Gallup – Tómas Bjarnason kynnir niðurstöður Venjuleg aðalfundarstörf deildanna Önnur mál   Að venju munu borðin svigna af …

Ályktun miðstjórnar ASÍ um skilyrði fyrir opinberum stuðningi við fyrirtæki

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Reykjavík 6. maí 2020 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands áréttar að opinber stuðningur til fyrirtækja vegna áhrifa COVID-19 á ekki að vera til þess gerður að fyrirtæki sem ekki þurfa á honum að halda vaði í sameiginlega sjóði samfélagsins að vild. Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða …

Ferðumst innanlands í sumar!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú bætum við í kostinn  “gisting á eigin vegum”. Við greiðum 50% á móti félagsmanni að hámarki kr. 7.000 á nótt og í heildina að hámarki kr. 50.000 á ári. Við gerum kröfu um að félagsmaðurinn sé skráður fyrir gistingunni og framvísað sé löglegum reikningi til okkar. Þetta gildir  líka vegna gistingar á hjólum t.d. ef leigt er hjólhýsi, fellihýsi …

Dagskrá 1.maí með öðru sniði í ár

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti- og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV (kl. 19:40). Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna þennan viðburð sem verður …

Sveitamennt og Ríkismennt – rýmkaðar reglur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert. Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Breytingar á úthlutunarreglum einstaklingsstyrkja eru eftirfarandi: Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað …

Sumarúthlutun – framlengdur umsóknarfrestur og fleiri upplýsingar um orlofshús

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur samþykkt að framlengja umsóknarfrest um sumarhúsin í sumar  til 4.maí og úthlutun fer fram e.h. þann 5. maí.  Félagar hafa svo til 20. maí að greiða. Frá 21. maí gildir svo reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eins og áður hefur komið fram verða skiptidagar hjá félaginu í sumar á miðvikudögum. Þá vill stjórn orlofssjóðs einnig …

Tilkynning frá stjórn Sameignarfélags Ölfusborga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Sameignarfélags Ölfulborga hefur ákveðið að loka orlofsbyggðinni fyrir dvöl og allri umferð frá og með mánudeginum 6. apríl nk til 30. apríl. Þetta er gert vegna tilmæla Almannavarna og Landlæknis í baráttunni við Covid-19 veiruna. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir því að faraldurinn verði í hámarki um og eftir páskana og því telur stjórnin ábyrgt að grípa til þessara …

Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs Stétt Vest

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að slaka á reglum um endurgreiðslur vegna orlofshúsa, meðan á aðgerðum vegna Covid 19 standa yfir. Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að nokkrir dagar séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í húsin. Ef þið hafið bókað hjá okkur hús eða íbúð og viljið hætta við …